Úrval - 01.04.1968, Síða 72

Úrval - 01.04.1968, Síða 72
70 ÚKVAL bara vera loddara og gasprara, eins konar trúð, sem léti sér fátt um finnast um grundvallarreglur þeirrar listar, sem þeir álitu nán- ast heilaga. Og þeir spáðu því, að frægð hans mundi ekki lengi standa. Þeir sögðu að hann hefði lát- ið loddaraskapinn koma í stað göfginnar og heimskulega fífl- dirfsku, er byggðist á fákænsku, í stað kunnáttu og snilli. En að áliti allra, er voru inni í bjórstofunni, var E1 Cordobés samt meira en nautabani. Hann virtist vera táikn hinna nýju strauma nútímans, er nú léku um Spán og hreyfðu við lognmollunni. Allt í fari hans gerði hann að slíku tákni, hárlubbinn, óheflaður hlátur hans og hinn ófágaði bardagastíll hans. Þessi druslulegi stráksláni var sannar- lega barn hins nýja tíma. Og það var í rauninni nýr Spánn, sem tilbað nú sitt nýja átrúnaðar- goð. Það var Spánn sjónvarpsins, bikinibaðfatanna og bítlatónlistar- innar, þjóð, sem hafði orðið að þola hina furðulegustu innrás skemmti- ferðamanna, sem sögur fara af fyrr og síðar. Rúmar 14 milljónir skemmtiferðamanna streymdu yfir landamæri Spánar árlega, næstum einn skemmtiferðamaður á móti hverjum tveim Spánverjum. Og þessir skemtmiferðamenn fluttu með sér sáðkorn þjóðfélagsbylting- ar, sem mundi breyta að eilífu hinni fornu einangrun landsins. Það var sá Spánn, sem hafði breytzt við bandaríska efnahags- hjálp og iðnvæðinguna. Skýja- kljúfar gnæfðu nú við himin í borgum landsins, endalausar rað- ir lítilla húsa og sambygginga, sem risið höfðu vegna opinberrar að- stoðar, teygðu sig í allar áttir út úr borgum landsins, og nýir, glannalegir og háværir baðstaðir lögðu nú undir sig hverja víkina af annarri, þar sem áður hafði ríkt algerð kyrrð og fáir stigu fæti sín- um. Þetta var líka Spánn hinnar nýju og eirðarlausu kynslóðar. Líkt og E1 Cordobés braut á ögrandi hátt flestar meginreglur listgreinar sinnar, eins hristi þessi nýja kynslóð óþyrmilega til súlur þær, sem hið staðnaða þjóðfélag Spánar hvíldi á, svo að þær riðuðu við. Kynslóð þessi klæddist bláum gallabuxum og lét hár sitt vaxa eins og E1 Cordobés. Hún dansaði „twist“ og „frug“ og þaut um allt á skellinöðrum. E1 Cordobés hafði orðið tákn þessarar eirðarlausu kynslóðar á Spáni líkt og Brigitte Bardot í Frakklandi og Bítlarnir í Englandi. Sama æsingin greip um sig í öðrum borgum Spánar, í Barce- lona, Granada og Sevilla. (Það var búizt við því, að yfir 10 milljónir manna mundu fylgjast með nauta- atinu í sjónvarpinu). En hvergi náði æsingin slíku hámarki og í tveim bæjum í Andalúsíu, sem höfðu gegnt örlagaríku hlutverki í lífi nautabanans. í Córdoba, sem hann hafði kennt sig við, var nú verið að skrúfa frá sjónvarpstækj- um í þúsundatali. í Palma del Rio, fátæklega bænum, sem E1 Cordobés hafði fæðzt í, lá dökk- hærð kona á bæn í sóknarkirkj- unni, fyrir framan líkneski hinar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.