Úrval - 01.04.1968, Síða 77

Úrval - 01.04.1968, Síða 77
75 „EL CORDOBÉS".... tas. E1 Cordobés starði á „Hlið ótt- ans“, en á bak við tréhurðir þess- ar voru nautin geymd. Skyndilega voru þær opnaðar, og „Impulsivo“ (Duttlungur), naut nr. 25, æddi inn á völlinn. Þetta svarta dýr reigði höfuðið, og það mátti sjá vöðvaknippi rísa miðja vegu á hálsi þess, en það var öruggt merki um, að nautið var ofsareitt. Hornin voru sveigð þann- ið, að þau mynduðu stórt „U“. Þau voru næstum fet á lengd og mjókk- uðu til endanna, þangað til þau voru orðin eins oddhvöss og band- prjónar. Þau gátu rifið upp tré með rótum, klofið viðardrumb í tvennt og rist mann á kviðinn og rifið úr honum innyflin. Impulsivo hafði eytt hinum fáu árum ævi sinnar í hinum friðsælu högum á búgarði eins helzta nauta- ræktarmanns Spánar. Nautið vissi ekkert um kænsku mannsins. En í heila þess bjó banvæn eðlisávísun, kynbótaarfur rúmrar aldar. Og eðl- isávísun þessi skipaði því að ráð- ast á og eyðileggja hvað það, sem ógnaði því. Það mundi reynast ó- mögulegt að drepa nautið í sam- ræmi við hinar sígildu reglur nauta- atsins, eftir að það hafði verið hálf- tíma á nautaatsvellinum, vegna þess að naut lærir meira á hálftíma en maðurinn á heilli ævi. Um það eru allir aðdáendur nautaatsins sammála. Því var nauðsynlegt að drepa það innan 30 mínúta frá því að það kom fram á völlinn. Paco Ruiz, aðstoðarmaður E1 Cor- dobés, varð fyrstur til þess að ögra nautinu. Starf hans var hið venju- lega starf aðstoðarmanns nautaban- ans. Hnan átti að prófa viðbrögð nautsins og þá einkum, hvernig það beitti hornunum. Hann hélt á skikkju, sem var eldrauð og gul að lit. Hann beið á bak við einn af varnarveggjunum við völlin. Þeir eru úr tré og kallaðir „burladeros“. Svo steig hann skyndilega inn á völlinn og sveiflaði skikkjunni til, svo að fellingar hennar opnuðust. Dýrið þaut tafarlaust af stað í átt- ina til hans, þegar hann gerði þetta. Impulsivo var alveg sérstak- lega fótvisst og liðugt naut. Naut- ið reif skikkjuna næstum úr hönd- um Paco, er það þaut fram hjá. Svo snerist það á hæli á undraverð- um hraða og æddi aftur í áttina til mannsins. Paco tók nú snögglega eftir því, að nautið stefndi ekki á skikkjuna. Það var ógnþrungið augnablik, er hann gerði sér snögg- lega grein fyrir þessu. Þessi svarta, risavaxna skepna stefndi beint á manninn sjálfan. E1 Cordobés stóð á bak við einn varnarvegginn og beið átekta. Hann tók eftir því, að naut- ið notaði næstum eingöngu vinstra hornið. Naut notar venjulega að- eins annað hornið til þess að stanga og stinga með, og það var lífsnauð- synlegt fyrir nautabanann, að gera sér grein fyrir því, hvort hornið það var. Paco sveiflaði skikkjunni svolít- ið fram á við og færði sig svo nær nautinu og hélt skikkjunni beint fyrir framan höfuð þess, þannig að hún byrgði því sýn. Impulsivo þaut fram hjá manninum, og Paco tók til fótanna og flýtti sér á bak við varnarvegginn. Nú ríkti þögn á áhorfendapöllun-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.