Úrval - 01.04.1968, Side 88

Úrval - 01.04.1968, Side 88
86 ÚRVAL stutt tækifæri til þess að varpa mæðinni, þegar hann hafði endur- tekið leik þennan tvisvar í viðbót. Nú var Impulsivo ekki lengur sama skepnan og svarta, óða nautið, sem hafði geystst inn á völlinn hugsunarlaust. Þá hafði nautið ver- ið reiðubúið að ráðast á hvern þann hlut, sem vakti athygli þess í svip- inn. En nú voru opin, kvalafull sár- in farin að segja óþyrmilega til sm, og það var orðið mjög vart um sig. Það réðst ekki lengur á hvað sem var, heldur valdi sér árásarmark. E1 Cordobés tók nú að nálgast nautið aftur af geysilegri varkárni. Níu fet, átta, sjö .... hægt og hægt, nálgaðist hann þau ósýnilegu land- mæri, sem hann átti ekki að stíga yfir. Hann vissi, að þegar hann næði þangað, mundi nautið ráðast á hann alveg ósjálfrátt. Hann hafði nánar gætur á hinum svartbrúnu augum nautsins, er hann nálgaðist það ofurhægt,. Nú voru það augu nautsins, sem voru lykillinn að við- ureigninni og úrslitum hennar. Þau réðu úrslitunum. E1 Cordobés vissi að stundum „líta þessi augu af skikkjunni og stara beint á mann.“ Hann stanzaði, er hann átti eftir sex fet að nautinu, því að hann gerði sér grein íyrir því, að nú var hann í þann veginn að stíga yfir landamærin. Hann sneri sér ofur varlega, þangað til hann sneri hlið- inni í nautið, þannig að nautið gat auðveldlega séð iíkáma hans. Hann lét hægri handlegginn síga, svo að skikkjubrúnin snerti nú sandinn þeim megin. Impulsivo geystist fram á við. Hann beindi heila auganu að skikkjunni og reyndi af fremsta megni að rífa hana með öðru horn- inu. Nautið geystist fram hjá, sner- ist á hæli og kom síðan æðandi að E1 Cordobés á nýjan leik. Einu sinni, tvisvar sinnxnn, þrisvar sinn- um, E1 Cordobés þeytti nautinu í kringum sig með hjálp skikkjunn- ar. Ofsaleg hrifningaróp skullu sem bylgjur yfir völlinn. Manngrúinn æpti: „Olé! Olé!“, er hann dró Im- pulsivo sífellt nær sér, þangað til svört nautshúðin straukst við gyllta og reyklitaða búninginn hans, svo að hann ataðist blóði. E1 Cordobés tókst samt að senda nautið þjótandi frá sér þótt litlu munaði. Hann fann regndropa skella á höfði sér, síðan annan, og svo steyptist regnið niður. Hann þurrk- aði bleytuna af andliti sér og hári og beindi nautinu enn þrisvar sinn- um til sín og fram hjá sér. Og enn kváðu við ofsaleg hrifningaróp. Síð- an færði hann takið á skikkjunni yfir á vinstri höndina og bjó sig undir að framkvæma hina sígildu skikkjuhreyfingu nautaatsins, þá sem kölluð er „natural“. Þetta er fögur, en hættuleg hreyfing. Líkami hans yrði nú berskj aldaðri fyrir nautinu, og vinstra horn þess kæm- ist nær honum en áður. „Hœ, toro! (hœ, boli)!“ E1 Cordo- bés kallaði mjúklega til dýrsins til þess að fá það til að nálgast skikkj- una. „Hæ toro!“ Nú skildi aðeins ein lítil hreyfing á milli nautshorn- anna og líkama hans. Allt var nú undir því komið, að hann gæti sveiflað skikkjunni nógu léttilega til með úlnliðshreyfingu einni sam- an á nákvæmlega réttu augnabliki.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.