Úrval - 01.04.1968, Síða 93

Úrval - 01.04.1968, Síða 93
„EL CORDOBÉS“ .... 91 Þessari yfirlýsingu fylgdi alger þögn allra viðstaddra. E1 Pipo leit á tómt skrín, sem hann hafði sett á borðið fyrir framan sig. Svo sneri hann sér að Maríu Rósu, elztu dótt- ur sinni, og benti á smaragðshring, sem hún bar á vinstri hendi. E1 Pipo hafði komið með þennan hring handa henni frá Suður-Ameríku. Hann bað hana lágum rómi um að gefa sér hann aftur. „Pabbi, þú ert brjálaður,“ hvísl- aði hún furðu lostin. En hún tók samt hringinn af fingri sér og rétti honum. Hann lagði hann brosandi í skrínið og tók síðan hnappana úr skyrtuermunum, en í þeim voru verðmætar perlur, og lagði þá einn- ig í skrínið. Samskotabaukurinn var látinn ganga frá einum til annars, og í hann var lagt gullhálsmen, demantshringur og eyrnahringir, sem kona E1 Pipos átti. Rafaela dóttir hans setti armband í skrínið, önnur dóttir hans gamlan, sjald- gæfan mexíkanskan pening, og son- ur hans gullplötu með áletruðu nefni sínu. Að síðustu var skrínið nærri fullt. Að lokum stóð E1 Pipo upp. Hann hneigði sig fyrir þeim og þakkaði með nokkrum orðum fyrir það mikla traust, sem þau höfðu nú öll sýnt honum. Svo greip hann skrínið með öllum fjársjóðn- um og hvarf í vindlareykskýi. Einskis atburðar úr síðari tíma sögu Palma del Rio minnast bæjar- búar af eins innilegri gleði og tveggja „novillada“, lærlingsnauta- ata, sem þar voru haldin, en lær- lingurinn, sem þar keppti, var ein- mitt pörupilturinn, sem vísað hafði verið burt úr bænum. Manuel kom til bæjarins, nokkr- um dögum áður en nautaatið skyldi haldið. Angelita systir hans var nú gift, og hann dvaldi í íbúð hennar og fékk einmitt svefnherbergi hjón- anna til þess að búa sig í, áður en hann héldi til nautaatsins. Þegar Angelita sá bróður sinn í hinum glóandi nautabanabúningi, fylltust augu hennar tárum. Manuel tók ut- an um hana og sagði: „Gráttu ekki, Angelita. f dag kaupi ég þér annað hvort hús eða klæði þig sorgarbún- ingi.“ Svo hélt hann til nautaats- vallarins. Hann stóð sig ósköp þolanlega þennan dag. En í nautaatinu næsta dag, þ. 22. maí, 1960, var hann al- veg stórkostlegur, einkum þegar kom að því, að aðstoðarmennirnir skyldu særa nautið. Hann heimtaði að vinna þetta verk sjálfur. Hann greip tvo fleina, braut þá í tvennt og hélt áfram að brjóta þá, þangað til þeir voru ekki stærri en blý- antar. Svo lagðist hann á hnén, sneri baki að varnarveggnum og kallaði svo á nautið. Nautabani get- ur vart tekið á sig meiri áhættu en að reyna að stinga tveim örlitlum „banderillas" (fleinum) á einmitt réttan stað liggjandi á hnjánum. En E1 Cordobés hitti á nákvæmlega réttu staðina. Eftir það slepptu á- horfendur sér algerlega af hrifn- ingu. Á tíu mínútum varð appel- sínuþjófurinn, óforbetranlegi pöru- pilturinn, að hinni einu og sönnu hetju Palma del Rio. Angelita Benitez hafði ekki far- ið á nautaatið, heldur haldið kyrru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.