Úrval - 01.04.1968, Síða 95

Úrval - 01.04.1968, Síða 95
93 „EL CORDOBÉS“ .... frá einum nautaatsvellinum til ann- ars, frá Priego til Lucena og þaðan til Belmez og svo til Cardena. „Nautaatstjaldið, sem við fluttum með okkur, troðfylltist svo af áhorf- endum, að það var eins og það væri lifandi dýr.“ segir E1 Pipo. „Fólkið öskraði, og það leið yfir konurnar hverja af annarri. Stundum komust nautin upp á áhorfendapallana. Þetta var ótrúlegt.... þetta var æði. ., þetta var fífldirfskulegt brjálæði." E1 Pipo hafði snemma ákveðið, að E1 Cordobés skyldi ekki verða látinn berjast í hálftómum nauta- atshringum. Og' hann jók því aug- lýsingaherferðina um allan helm- ing til þess að fylla palla nautaats- vallana. Hann beindi sókn sinni að tilfinningum fólks, lék á strengi til- finningalífsins. „Fólk, sem hefur veikbyggt hjarta, er beðið um að koma ekki til nautaatsvalla þeirra, sem E1 Cordobés berst á. Þessi beiðni er fram borin vegna þeirra ofsalegu tilfinninga, sem list hans leysir úr læðingi." Þessi orð gat að líta í auglýsingu í einu dagblaðinu. „Hvenær kemuf „Konungur hug- rekkisins“ til Cordoba?" stóð í öðru. Eitt sinn tilkynnti E1 Pipo, að það hefði kviknað í pöllum og bygg- ingum nautaatsvallarins í Bilbao vegna rafmagnsneista þeirra, sem mynduðust, þegar óður mannfjöld- inn klappaði fyrir E1 Cordóbés. En auglýsingabrellur E1 Pipos gátu þó ekki hjálpað skjólstæðingi hans nema að vissu marki. Þegar því marki var náð, var allt komið undir hugrekki Manuels. Og Man- uel lag'ði sig í slíka hættu æ ofan í æ þetta sumar, að jafnvel hinn veraldarvani framkvæmdarstjóri hans, sem kallaði ekki allt ömmu sína, varð næstum felmtri sleginn. Jafnvel honum fannst nú of langt gengið. Manuel sýndi hin furðuleg- ustu brögð. Hann hélt skikkjunni í brjósthæð, er nautið kom æðandi að honum, þannig að horn nauts- ins strukust næstum við rifbein hans. Hann skellti sér á hnén og veifaði æðandi nautinu fram hjá sér með hjálp skikkjunnar, liggj- andi á hnjánum, svo að horn skepn- unnar strukust næstum því við höf- uðkúpu hans, augu og munn. Eitt sinn braut hann „banderilla“ (fleinana) niður í smáspýtur, sem voru ekki lengri en blýantur, og sneri síðan baki í nautið. Hann gekk síðan hægt aftur á bak í áttina til skepnunnar, og svo nam hann stað- ar á nákvæmlega því augnabliki, þegar nautið geystist í áttina til hans. Og einni sekúndu áður en hornin skullu í bak honum, teygði hann snögglega út hægri fótinn, svo að nautið breytti skyndilega um stefnu til þess að stanga fótinn. Og þegar dýrið breytti um stefnu og beygði, kippti hann fætinum snögg- lega til baka, snarsneri sér við og stakk fleininum á sinn stað. í Pozoblanco settist hann í sand- inn og sneri baki í nautið, þegar nautið stóð aðeins um hálft annað fet frá honum. Hann færði sig ofur hægt úr skónum. Hann gat fundið heitan, rakan andardrátt nautsins á baki sér og vissi af hvössum horn- unum rétt fyrir aftan sig. Hann hreyfði sig ofur hægt. Svo færði hann sig aftur í skóna og ætlaði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.