Úrval - 01.04.1968, Page 107

Úrval - 01.04.1968, Page 107
ALBERT EINSTEIN .... 105 mótsögn hvor við aðra. Önnur sagði, að Ijósið væri ölduhreyfing, en hin, að það væru að einhverju leyti agnir. Þó setti hann þær báðar fram í einu — og hafði rétt fyrir sér. Það var ógleymanlegt að vinna með Einstein. 1937 báðum við pólski eðlisfræðingurinn Leopold Infeld og ég, um að fá að vinna með honum. Einstein tók okkur vel, því að hann þarfnaðist aðstoðar, þar sem hann vann að verkefni, sem krafðist 'ná- kvæmra og veigamikilla útreikn- inga. Þannig kynntumst við hon- um ekki aðeins sem góðum manni og vini, heldur einnig sem starfandi vísindamanni. Einstein bjó yfir ótrúlega miklum einbeitingarhæfileika. Er hann glímdi við torleyst vandamál, var hann líkastur dýri, sem eltist við erfiða bráð. Þegar við stóðum frammi fjrrir óleysanlegu vanda- máli kom oft fyrir að Einstein stóð upp frá skrifborðinu, lagði pípuna frá sér og sagði með sínu einkenni- lega, enska málfari: „Það er bezt, að ég hugleiði þetta nánar.“ Gekk hann þvínæst fram og aftur um gólfið og hamaðist með einum fingr- inum í hárlubbanum. Andlitsfall- ið breyttist og svipurinn varð fjar- rænn og draumlyndur. Engin ytri áreynsla var sýnileg, hann hvorki yggldi brúnum né gretti sig og at- hyglin virtist sokkin inn í djúp vitundarlífsins. Mínútur liðu, en skyndilega hætti Einstein að þramma um gólfið og hlýlegt bros breiddist um svip hans. Hann hafði leyst gátuna. Stundum var lausnin svo einföld, að við Infeld vorum steinhissa yfir því að hafa ekki komið auga á hana sjálfir. En Ein- stein hafði seitt hana fram úr djúp- um hugans. Hvernig hann fór að því, skildum við ekki. Hann tók það mjög nærri sér þegar eiginkona hans lézt, en hélt þó áfram störfum, eins og ekkert hefði í skorizt. Eg minnist þess vel, er ég var eitt sinn að vinna með honum á þessu erfiða tímabili. Andlitið var magurt og rist djúpum sorgarrún- um, og hann varð að leggja mikið á sig til að geta einbeitt sér. Ég reyndi að hjálpa honum með því að fitja upp á umræðum um torleyst viðfangsefni og smám saman varð Einstein svo gagntekinn af efninu, að sorgarblikan hvarf brátt úr aug- um hans. Við héldum umræðunum áfram í meira en tvær klukkustundir, og þeigar þeim lauk, var Einstein í ljómandi skapi og hafði greinilega gleymt, a.m.k. um stundarsakir, hinum þungbæra harmi. Er hann kvaddi mig, sagði hann: „En hvað þetta var ánægjuleg stund!“ Og að baki þessara orða bjó mikil og djúp þakklætiskennd. Þó að Einstein aðhylltist hvorki skipulögð trúarbrögð né trúarleg- ar athafnir, er hann trúaðasti mað- ur, sem ég hef nokkru sinni kynnzt. Eitt sinn sagði hann við mig: „Hug- myndir og innblástur koma frá guði“, og orðið guð sagði hann af mikilli lotningu. Á marmaraplötu á arninum í húsi stærðfræðistofn- unar Princeton háskóla er skráð skýrum stöfum, það sem kalla má léiðarljós Einsteins í vísindalegu starfi: „Guð er ólýsanlegur, hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.