Úrval - 01.04.1968, Síða 126

Úrval - 01.04.1968, Síða 126
124 ÚRVAL blossinn sást ekki, því geimþokur huldu súper-nóvuna. Til eru orkustöðvar jafn „bjart- ar“ sem þokan í Cassiopeia. Ein heimtir Eimþokan í Svani-A, og er hún tæplega sýnileg í stjörnusjá, sem tekur ljós, eða aðeins tveir daufir deplar. Útgeislunin virðist vera sams konar og í Krabbaþoku, og er hún afar sterk, tífalt sterkari en ljós- og útvarpsgeislun í vetrar- braut okkar. Walter Baade, bandarískur stjörnufræðingur, áleit að þetta væri miklu stórkostlegra en svo, að ekki hefði verið annað um að vera en að súper-nóva fæddist, og gizkaði hann á að tvær vetrarbraut- ir hefðu rekizt á. En Victor Ambart- sumyan, formaður Byurakan-rann- sóknastöðvar í Armeníu, kom fram með nýja og mjög nýstárlega til- gátu. Hann er á þeirri skoðun að Svanur-A sé vetrarbraut, sem sprungið hafi á mjög óvenjulegan hátt, hafi hún hrokkið í tvennt (ef svo má að orði komast) og fjar- iægist atómkjarnarnir hver annan með ógurlegum hraða. Athuganir sem gerðar hafa verið síðan þessi tilgáta Ambartsumyans kom fram, styðja hana. En auk þess hafa nú ekki fyrir alls löngu sézt þeir hlutir á himni, sem stjörnufræðingar skilja ekkert í. Þetta kalla þeir ofursólir eða kvasa, og berast þaðan afar sterk- ar útvarpsbylgjur. Á mynd af al- heiminum, sem útvarpsbylgjur frá stjörnum og vetrarbrautum leiða fram, sjást þær ekki sem bjartir flekkir, heldur sem vel afmarkaðir deplar. Ofursólir (eða kvasar) geisla frá sér ljósi jafnt sem útvarpsöldum, en það sem furðulegast er í fari þeirra, er það, að ljósmagnið er afar breytilegt. Ein af þeim, sú sem kallast 3C445, tvítugfaldaði birtu sína á árunum 1965—1966, en síð- an dofnaði birta hennar mjög ört, þannig að á hverjum þremur vik- um minnkaði hún um 10 til 70%. Ekki fara aðrar ofursólir jafn ört í sakirnar. Margar tilgátur eru uppi um upp- runa þeirra, og ber mikið á milli, jafnvel um fjarlægðirnar og stærð- ina. Halda sumir að þær hljóti að vera stórar, jafnvel afar stórar, og séu þær þar sem kalla mætti á heimsenda. En svo eru aðrir sem þykjast hafa rök fyrir því að þær séu miklu nær, og þá auðvitað miklu minni. Próf. Shklovsky er einn af þeim sem halda að stjörnur þessar séu kjarni úr vetrarbrautum, sem hafa sprungið, og séu þær í ofboðslegri fjarlægð héðan, og að orkan sem frá þeim streymir sem geimgeislar, og segulafl sé hundrað milljón sinnum meiri en sú orka sem losn- ar þegar súper-nóva springur. Próf. Shklovsky segir svo: Hvaða afleiðingar mundi það hafa fyrir okkur íbúa jarðarinnar ef geimgeislunin, sem á henni lend- ir, hundraðfaldaðist, eða þó að ekki væri nema að hún tífaldaðist? Þetta mundi vissulega hafa mikla hættu í för með sér, einkum að því er varðar breytingar á erfðavísum bæði dýra og jurta. Engum hefur dottið í hug að slíkar breytingar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.