Úrval - 01.09.1970, Síða 18
16
ÚRVAL
leg Iausn verður samt ákaflega erf-
ið og kostnaðarsöm. Sú bezta væri
auðvitað að setja öll tengsl manns
og umhverfis hans undir tölvumat
og tölvustjórn. Hægt væri að mæla
og meta lofts-, lands- og vatnsauðs-
uppsprettur heilla borga og iðn-
greina og einnig eyðslu þeirra og
reyna síðan að skapa jafnvægi þar
á milli. Hægt væri með þessu móti
að gera kostnaðar-hagnaðaráætlan-
ir, og velja síðan á þeim grundvelli,
hvort vissar framkvæmdir borguðu
sig í raun og veru, þegar til lengd-
ar léti, t.d. að reisa nýjar verk-
smiðjur og varðveita gamlar mýr-
ar, þar sem verksmiðjurnar áttu að
rísa. Þannig mætti skapa jafnvægi
og viðhalda því. En þessi draumur
tilheyrir framtíðinni. Jafnvel hið
einfaldasta lífkerfi er svo flókið. að
það er ofviða stærstu tölvum.
Það, sem er nú mest aðkallandi á
þessu sviði er að ríkisstjórnin setji
lög um lágmarkskröfur varðandi
umhverfi mannsins, og beiti sér fyr-
ir því, að þeim lögum sé framfylgt.
Þeir, sem leggja þjóðvegi ríkisins,
verkfræðingar, sem vinna að fram-
kvæmdum á vegum verkfræðideild-
ar hersins, allir slíkir opinberir að-
ilar, sem vinna störf, er hafa áhrif
á náttúruna sjálfa og allt umhverfi
mannsins, hafa fulla þörf fyrir end-
urþjálfun, hvað snertir mat þeirra
á ýmsum náttúruverðmætum í um-
hverfi mannsins. Ríkisstjórn í
tækniþjóðfélagi, þjóðfélagi, sem
leggur slíkar byrðir á náttúruna og
umhverfi mannsins, ætti einnig að
beita sér í ríkara mæli fyrir ýmsum
ráðstöfunum, er vinna gegn fólks-
fjölgun.
í Bandaríkjunum búa að-
eins 5.7% alls mannkyns,
en samt neytir þjó&in 40%
af heimsframleiðslu þeirri,
sem grundvallast á auð-
lindum náttúrunnar. Sér-
livert barn þar er umhverfi
sínu helmingi hœttulegra
en barn í Indlandi.