Úrval - 01.09.1970, Qupperneq 19
ER HÆGT AÐ LEYSA VANDAMÁL MENGUNAR
17
Iðnaðarins bíður einnig mikilvægt
hlutverk á sviði náttúruverndar. I
fyrsta lagi verður hann að draga
sem mest úr allri mengun. Síðan
verður hann að stefna að því tak-
marki að endurnota allan úrgang
sinn. Það er um hagnað að ræða á
því sviði. Pappír, gler og brotakop-
ar hefur lengi verið endurnotað.
Hægt er að safna efni úr öskureyk
Og þjappa því saman og búa til eins
konar múrsteina til bygginga. End-
urvinnsla brennisteinstvísýrlings í
iðnaði gæti ráðið nokkra bót á
brennisteinsskortinum í heiminum.
Bandaríkin mundu græða mikið á
því, ef pökkunariðnaðurinn tæki að
nota ný efni í umbúðir, efni, sem
rotna fljótt. Þessar breytingar
kynnu ef til vill að hafa þau áhrif,
að verð til neytenda hækkaði og
gróði framleiðenda minnkaði. En
það er samt meiri hagnaður fólginn
í því að bjarga umhverfi manns.ins
frá saurgun, mengun og eyðilegg-
ingu.
Nixon forseti hefur komizt svo að.
orði um vandamál þetta: „Eftir því
sem hægt er, ætti að innifela í
söluverði vara kostnaðinn við að
framleiða þær og losa sig síðan við
þær án tjóns fyrir umhverfi manns-
ins.“ William Proxmire frá Wiscons-
infylki hefur stungið upp á kerfi,
sem hann kallar „úrgangsrennslis-
gjöld“. Samkvæmt slíku gjaldkerfi
ættu iðnfyrirtækin að greiða gjald
af þeim mengunarefnum, sem þau
hleypa út í ár, vötn og höf, þ.e.
greiða visst gjald af hverju pundi,
miðað við mengunarstig úrgangsins.
Maður tæknialdarinnar er töfrað-
ur af þeirri hættulegu tálsýn, að
hann geti byggt stærra og öflugra
iðnþjóðfélag án þess að taka nema
lítið tillit til hinna járnhörðu lög-
mála náttúrunnar. Hann dáir ótak-
markaðan vöxt og stefnir að hon-
um á takmarkaðri plánetu. Svart-
sýnismenn halda því fram, að þessu
viðhorfi verði ekki breytt nema með
einhverjum ógnvænlegum atburð-
um eða þróun . . . þ.e. of seint. En
bjartsýnir vísindamenn á þessu
sviði treysta á hæfileika mannsins
til þess að sjá að sér og breyta hegð-
un sinni, þegar hann stendur and-
spænis alvarlegum, ófrávíkjanleg-
um staðreyndum.
Ég var að bíða eftir því, -að skipt væri um umferðarljós, þegar ég
tók eftir því, að annar ökumaður sem. beið þarna söm.u erinda, hafði
ekið bilnum sínum alveg út á gangbrautina. Straumur fótgangandi
manna neyddist því til þess að taka á sig lykkju í halarófu fram fyrir
bílinn, og gutu þeir um leið illum augum til ökumanns. En ungri konu
í halarófunni kom dálítið betra til hugar. Hún hikaði svolitið við, um
leið og hun stanzaði fyrir framan bílinn, en lyfti svo vélarlokinu upp
um 3 fet. Og svo flýtti hún sér áfram yfir götuna, einmitt í þann veg
sem skipt var um ljós að nýju.
E. R. Fitzgerald.