Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 23
BOB DYLAN
21
Greenwich Village í New Yorkborg.
Hann söng þar sína eigin söngva og
lék aðeins undir á gítar. Þess á milli
greip hann til munnhörpunnar
sinnar og töfraði angurvær járn-
brautarlestarhljóð úr henni. Þjóð-
lög og alþýðulög hans og textar
þeirra voru gegnsýrð eins konar
samblandi einmanaleika og reiði.
Hann söng þau með hrjúfum nef-
hbóðsseim fjallasveitanna. En hann
gæddi þau slíku lífi, að hann fór
brátt að draga að sér lítinn hóp
ákafra aðdáenda. Framkvæmda-
stjóri plötuútgáfufélagsins Columbia
Records heyrði hann syngja og gerði
við hann plötusamning.
Brátt þróaðist hjá honum sérstak-
ur stíll, sem túlkaði tilfinningar
æskufólksins og hinna glötuðu og
leitandi sálna. Á sama tíma og pop-
söngvar voru að ausa yfir okkyr
innihaldslausum lögum og textum
eins og „Veiðihundur" (Hound Dog)
og „Agnarpínulitlu bikinifötin með
gulu doppunum“ (Itsy Bitsy Teenie
Weenie Yellow Polka Dot Bikini),
túlkaði Dylan snilldarlega hugar-
heim og viðhorf æskufólks með rót-
tækum mótmælasöngvum eins og
„Tímarnir eru að breytast", (The
Times They Are A-Changing),
.,Stríðsmeistarar“ (Masters of War)
og „Hver drap Davey Moore?“ (Who
Killed Davey Moore?).
En það var ekki fyrr en árið 1962,
er hann samdi lagið „Flöktandi í
vindinum“ (Blowin’ in the Wind),
að Dyian vakti athygli um gervallt
land. Það var hámark hinnar frægu
þjóðlagahátíðar í Newport það ár,
þegar stórstjörnurnar Joan Baez og
Pete Seeger tóku undir söng hans á
leiksviðinu, er hann lék hið hrífandi
lag sitt „Flöktandi í vindinum“. Ge-
orge Wein, framkvæmdastjóri Þjóð-
iagahátíðarinnar, minntist þess sem
ógleymanlegs augnabliks.
Lag þetta varð fyrsta lag Dyians,
sem náði geysilegum vinsældum.
Það leið ekki á löngu, þangað til
yfir 50 söngvarar eða hljómsveitir
höfðu sent frá sér plötur með lagi
þessu. Það átti fyrir sér að verða
óopinber þjóðsöngur mannréttinda-
hreyfingarinnar ásamt laginu „Við
munum sigra“ (We Shall Over-
come). (Dylan tók siálfur þátt í
mannréttindabaráttunni. Hann tók
þátt í mótmælagöngum og fundum í
Suðurríkjunum og kom fram sem
skemmtikraftur á slíkum samkom-
um). Brátt var hann farinn að koma
fram opinberlega um víða veröld.
Og alls staðar var troðfullt, hvar
sem hann söng og lék.
Hann vahn alveg æðislesa, flaug
borg úr borg hér í Bandaríkiunum
með sundurleitan hóp hlióðfæra-
leikara og tækia. L.íktist hónuDnn
og hafurtask hans einna helzt sí-
gaunahóp í fiiúgandi sígaunavagni.
Þessi ofþrælkun sagði óþyrmilega
til sín, og Dylan viðurkennir, að
hann hafi notað fíknilyf til þess að
gefast ekki uop. Þióðlagasöngvarinn
frægi, Alan Lomax. spáði þessu nm
B'ylan: . Ég held, að hann verði við-
urkenndur sem mikið lióðskáld
sarotímans . . . nema hann drep' sig
áður.“
TJÁNTTNG FRELSTSÁSTARTNNAR
í SÖNGVUM
Þrátt fyrir vaxandi frægð sína