Úrval - 01.09.1970, Qupperneq 25
BOB DYLAN
23
sínu. (Woodstock varð svo nátengt
Dylan-„dulúðinni“, að í fyrrasumar
þyrptust 400.000 unglingar þangað
á það, sem kallað var Woodstockhá-
tíðin, þótt hún væri reyndar haldin
í Bethel í New Yorkfylki og Dylan
kæmi þangað jafnvel alls ekki).
Þegar hann drap sig næstum á
bifhjólinu árið 1966, hættu allar
poptónlistarútvarpsstöðvarnar út-
sendingum sínum í bili og tóku að
útvarpa fréttum af slysinu. Hann
braut í sér hryggjarlið og hlaut inn-
vortismeiðsli. Þurfti hann að liggrn
mánuðum saman í einangrun ,.star-
andi upp í loftið“. Það tók hann
mjög langan tíma að ná heilsu aft-
ur, og þess vegna komst alls konar
orðrómur á kreik. Ýmist var sagt,
að hann væri að deyja, að hann væri
lamaður, að hann væri afmyndaður
eftir slysið eða að hann væri hættur
við alla tónlist. Þegar hann var loks
spurður að því, hvað af þessu væri
satt, svaraði hann og hló við: „Þetta
allt saman.“
Það má heita kaldhæðnislegt, að
þetta langa veikindatímabil varð
eingöngu til þess að maena dulúð
þá, sem Dylan er sveipaður. Það
spratt upp eins konar ..Dvlansér-
trúarflokkur“, og rannsökuðu með-
limir hans hann og list hans og
krufðu til mergiar af sama ákafa
og Kremlsérfræðingar og Kínasér-
fræðingar sín viðfangsefni. Plötu-
albúm hans fóru nú að seliast enn
meira en áður. og nokkur þeirra
komust í gullalmbúmaflokkinn (þ.e.
þau albúm, sem ná milljón dollara
sölu í Bandaríkjunum einum eða
jafnvel enn meiri sölu). Það liðu
næstum tvö ár, þangað til hann kom
úr þeirri einangrun, sem hann hafði
verið í. Þá lék hann á góðgerðar-
hljómleikum í Carnegie Hall í New
Yorkborg, sem haldnir voru til
minningar um Woody Guthrie.
HETJA ALÞÝÐU- OG
Þ J ÓÐLAGATÓNLIST ARINNAR
Það má teljast stórkostleg kald-
hæðni örlaganna, að þessi grind-
horaði söngvari og lagasmiður með
nefhljóðskennda raddseiminn, er
samdi lög og Ijóð, sem eru gegnsýrð
af mótmælum gegn alls kyns h;óð-
félagsmeinsemdum, ljóð, sem hafa
gert hann að eins konar samvizku
heillar kynslóðar, skuli nú vera orð-
inn margfaldur milljónamæringum.
(,.Eg veit ekki, hve mikið ég vinn
mér inn,“ segir hann ,,og ég vil
aldrei fá að vita það.“). Hann ætlar
sér að halda áfram að semia lög og
halda hljómleika aðeins einstöku
sinnum, að vísu ekki alveg eins fáa
og á undanförnum árum, en ekki
heldur eins marga og þegar mesta
ferðin var á honum í byrjun. Dylan
var á sífelldu ferðalagi í fimm ár og
æddi þá stöðugt af einum hlióm-
leikum á aðra. Hann segir, að of-
þrælkun þessi og fíknilyfin, sem
hann notaði, hafi farið óskaplega
illa með sig. ,,Ég vil alls ekki lifa
slíku lífi lengur. Fólk þarfnast ekk'
fíknilyfia og tóbaks. Haltu líkama
þínum hreinum.“
Dylan lifir nú rólegu lífi ásamt
Söru eiginkonu sinni og fimm börn-
um í húsi einu í listamannahverfinu
Greenwich Village í New Yorkborg
og reynir að dyliast sem mest fyrir
umheiminum í einkalífi sínu. Hann