Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 27
25
H
/I\
\j/ \T/ \]
/K /»N
/In /In /
inum megin í stofunni
vK er 19 ára gömul stúlka
íií með sítt hár, skipt í
(!) , miðju, og í aðskornum
(i) kjól, sem er um þum-
lungi styttri en hár
hennar. Hún hefur hin skæru augu
og geislandi húð stúlku, sem er ekki
vakin af krökkum klukkan sex á
morgnana. Hún gleypir í sig hvert
orð, sem maðurinri minn lætur frá
sér fara, eins og hann væri leikarinn
Warren Beatty, þ.e.a.s. enn snjallari
en hann.
Mér fer að verða innanbrjósts eins
og Othello forðum. Ég er í einu orði
sagt „afbrýðisöm". Eina huggun mín
er sú, að mig grunar að ég sé ekki
eina eiginkonan, sem er öðru hverju
haldin þessari óheilbrigðu og óað-
laðandi kennd, sem ber vott um
vanþroska. Mig grunar það ekki að-
eins, heldur er ég fullviss um, að all-
ar eiginkonur eru öðru hverju af-
brýðisamar.
Nú, hvers vegna skyldu þær ek.ki
vera það? Afbrýðisemi er ekki
bundin við það heimsendisaugna-
blik, þegar eiginmaðurinn setur raf-
magnstannburstann sinn niður í
handtöskuna sína og hleypst á brott
með frúnni í næsta húsi. Það þarf
miklu minna tilefni til þess, að
kennd þessi segi til sín, t.d. það, að
eiginmaðurinn virði helzt til lengi
fyrir sér „útsniðinn“ afturendann
á þessari síðhærðu, nítján ára stelpu
eða rabbi helzt til lengi við hana eða
jafnvel það eitt, að hann sýni helzt
til mikinn áhuga á skoðun frúarinn-
ar í næsta húsi á vatnsmengunar-
Ég er
afbrýðisöm
Þeir haja séð okkur við
morgunverðinn, klæddar í
sloppinn með rifnu
erminni. Þeir hafa séð okkur
raka lappirnar og ganga
með rúllur í hausnum . . .
Redbook