Úrval - 01.09.1970, Qupperneq 28
26
ÚRVAL
vandamálinu. Við getum fundið til
afbrýðisemi gagnvart fjölskyldu
eiginmannanna, kaupsýslufélögum
þeirra og meðeigendum, beztu vin-
um þeirra eða öllu keiluleiksliðinu
þeirra, ef okkur finnst sem þeir séu
að leita að einhverju eða finni þar
eitthvað, sem þeir öðlast ekki hjá
okkur.
En aðrar konur gera okkur samt
yfirleift afbrýðisamari en keilu-
leikslið. Ég býst við, að það, sem
margar okkar hafa taisverðar
áhyggjur af, eftir að við höfum ver-
ið giftar í nokkur ár, sé sú stað-
reynd, að við gagntökum ekki leng-
ur, töfrum né gleðjum mennina, sem
við giftumst. Þeir hafa séð okkur við
morgunverðinn, klæddar i frotté-
sloppinn með rifnu erminni og með
augnaháralitarklessur frá því í gær-
kvöldi undir augunum. Þeir hafa
séð okkur raka á okkur lappirnar,
ganga með rúllur í hausnum og
hundskamma pípulagningarmann-
inn. Það kann að vera, að þá gruni,
að aðrar konur hrjóti líka og hvæsi
iafnvel líka og urri, en þegar þeir
líta á sínar löglegu einginkonur,
grunar þá ekki neitt. . . þeir vita
það.
Þegar eiginmaðurinn talar við
aðra konu um kaupsýsluferð sína til
Denver (hann er búinn að segja
manni söguna þrisvar sinnum), þá
ljómar hún af áhuga. Þegar hann
kvartar um bakverkinn (þú varað-
ir hann við að taka upp þennan
þunga kassa), þá setur hún upp
innilegan samúðarsvip. Og þegar
hann segir henni þessa geggjuðu
sögu (þér fannst hún reyndar ekki
svo fyndin), þá veinar hún af hlátri.
Eiginkonur hlusta líka. Auðvitað
gera þær það. En þær hlusta sjald-
an svona algerlega, né setja upp
svona innilegan samúðarsvip né
hlæja svona óstjórnlega.
Eiginkona getur aflað sér furðu-
legra upplýsinga um sinn velþekkta
maka með því einu að virða hann
fyrir sér á eintali við aðra konu.
Dæmi: Eiginmaðurinn segir við sól-
bakaða íþróttakonu, sem hefur
freknubreiðu á sínu yndislega nefi:
„Mig hefur lengi dauðlangað til þess
að reyna brimbrettasiglingar á Wai-
kikiströndinni." Einmitt það! Það
voru fréttir í lagi! í fyrsta lagi veit
hann ekki hvor hliðin á brim-
flekanum á að snúa upp. í öðru lagi
fær hann alltaf kláða, þegar hann
kemst í snertingu við sjó. Og í
þriðja lagi yrðum við líklega að
gera lífgunartilraunir á honum með
blástursaðferðinni, ef hann kæmist
í námunda við hina „Fullkomnu
öldu“.
Margar vinkonur mínar hafa
einnig uppgötvað það í fyrsta sinni
við það að athuga eiginmenn sína
við svipaðar aðstæður, að þeir geta
farið með heilu Ijóðin eftir forn-
skáldið Catullus eða að þá langar
svo óskaplega til að kasta frá sér
atvinnunni og verða dýralæknar.
Þær hafa einnig uppgötvað, að
hvattur af brosi einhverrar annarr-
ar en eiginkonunnar, getur eigin-
maðurinn skyndilega náð valdi á
þeirri list að kveikja í sigarettum
fyrir konur og finna veskin þeirra
og hlusta jafnvel á hvert orð, sem
þær segja. Og við finnum svo af-
brýðisemina ná algeru valdi á okk-
ur, meðan hann verður töfraður,