Úrval - 01.09.1970, Page 31
29
Ilvernig er hin nýja mynd alheimsins, sem er nú að taka á sig
lögnn í stjamnathngunarstöðvum og verða mun fylgi-
fiskur mannkynsins þegar á nœstu áirum?
HIN
NÝJA MYND
ALHEIMSINS
EFTIR IRA WOLFERT
1 A *
* *
■* V *
*
*
; undanförnum árum hafa
stjörnufræðingar verið
að uppgötva hverja
furðuna á fætur ann-
arri úti í geimnum,
vissar gerðir stjarna,
sem þeir hafa gefið nöfnin „quasar“
(hálfstjörnur) og „pulsar" (púls-
stjörnur) og einnig stjörnur, sem
hrynja saman og hjaðna. Þessar
margbreytilegu furður hrista stoð-
irnar undif flestum grundvallar-
kenningum okkar og snotrustu get-
gátum um alheiminn, útlit hans og
eðli. Á grundvelli þessara uppgötv-
ana er nú að myndast stórfengleg,
ný skoðun á sköpun stjarnanna og
þar með jarðarinnar. Margir þættir
þessara nýju kenninga eru enn ó-
ljósir og eru komnir undir því, sem
uppgötvað verður í framtíðinni fyrri
uppgötvunum til viðbótar. En ég
hef horft yfir öxl stjörnufræðinga í
Ástralíu, Evrópu og Bandaríkjun-
um, og ég hef því séð þessa nýju sýn
skýrast og vaxa að stórfengleik. Það
er stórkostleg sýn, er þannig birtist,
upphaf mannsins, er rekja má þann-
ig aftur til fæðingar og dauða
stjarna í himingeimnum. Þetta er
sagan, sem mig langar til þess að
segja.
En fyrst skulum við íhuga það,
hversu yfirskilvitlega risavaxið það
leiksvið er, sem sjálf sköpunin hefur
farið og fer enn fram á. Ef við
hugsum okkur, að við færum í
hraðferð út í geiminn með hraða
ljóssins, þ.e. með 186.000 mílna
hraða á sekúndu, þá gæti slíkt
— Readers Digest —