Úrval - 01.09.1970, Qupperneq 32
3Ó
ÚRVAL
hjálpað Okkur til þess að skilja þær
óravíddir, sem um er að ræða. Á
þeim hraða tæki það okkur aðeins
1% úr sekúndu að komast fram hjá
tunglinu. Það tæki okkur fimm
klukkustundir að komast út úr sól-
kerfi okkar. En það mundu líða
fjögur ár, þangað til við kæmumst
að næstu fastastjörnu.
Er við þytum gegnum Vetrar-
brautina, þ.e. sólkerfaþyrpingu þá,
sem sólkerfi okkar telst til, þá
mundum við aðeins fara fram hjá
einni fastastjörnu á hverjum fimm
árum að meðaltali, þótt við ferðuð-
umst með 11 milljón mílna hraða á
mínútu. En samt eru 100 billjón
fastastjörnur í sólkerfaþyrpingu
okkar. Það mundi taka okkur 80.000
ár að komast endanna á milli í Vetr-
arbrautinni. Segja má, að geimurinn
sé í rauninni tómur, þegar út fjrrir
hana kemur, þ.e. tómur á stóru
svæði, því að næsta sólkerfaþyrping,
er ber heitið Andrómeda, er í
tveggja milljón ljósára fjarlægð!
En við erum samt ekki komin
fyrir alvöru út í geiminn, þótt við
séum komin til Andrómedasólkerfa-
þyrpingarinnar. Sólkerfaþyrping-
ingarnar eru sem sé í „hópum“, þ.e.
mismunandi margar þyrpingar í
„hóp“ saman, en svo miklu stærri
auð svæði á milli „hópanna". í sum-
um þessum „hópum“ eru aðeins
þrjár sólkerfaþyrpingar. Vetrar-
brautin er ein af um 17 slíkum sól-
kerfaþyrpingum, sem stjörnufræð-
ingarnir kalla einu nafni „Staðar-
hópinn“ eða „Staðargrúppuna“, án
þess að þeir séu nokkuð að gera að
gamni sínu Stærsti hópur sólkerfa-
þyrpinganna er Herkúles, sem hef-
ur að geyma yfir 10.000 sólþyrping-
ar, en í hverri þeirra eru billjónir
fastastjarna (það tæki okkur 300
billjón ljósár að ná þangað). Sam-
tals eru a.m.k. 10 billjón sólkerfa-
þyrpingar í þeim hluta geimsins,
sem við vitum, að til er.
Slík eru stærðarhlutföllin á því
leiksviði, sem sköpunin hefur farið
og fer enn fram á. Nú skulum við
líta á sjálfan leikinn á leiksviðinu,
sjálfa sköpunina.
SKÝ ÚR
ÝMSUM LOFTTEGUNDUM
Þráður leiksins hefst á því, að á
leiksviðinu eru staddar ofboðslega
litlar frumeindaagnir. Það hvílir
enn dula yfir því, hvernig þessar
agnir hafa myndazt, en þær eru hið
upprunalega „ryk, sem verður að
ryki aftur“. Með hjálp útvarpssjón-
auka og geimleitartækj a hafa vís-
indamenn greint þessar agnir, þar
sem þær sindra og flögra til og frá
eins og vindar hvarvetna í geimn-
um. Ein tegund þessara agna er
kölluð „prótóna". Hún er hlaðin já-
kvæðu rafmagni. Önnur tegund
nefnist „elektróna“. Hún er hlaðin
neikvæðu rafmagni. Vegna sinnar
andstæðu rafhleðslu dragast þær
hver að annarri. Þegar „prótóna“ og
„elektróna“ „hittast“, fer „elektrón-
an“ á sporbraut umhverfis „prótón-
una“. Ein „elektróna" og ein „pró-
tóna“ mynda í sameiningu einfald-
asta frumefnið, þ.e. vatnsefnisfrum-
eindina.
Þessi frumeind er svo einföld, að
hún er næstum ekki neitt. Segja
mætti, að hún væri bara einn plús
og ein mínus, sem halda dauðahaldi