Úrval - 01.09.1970, Qupperneq 32

Úrval - 01.09.1970, Qupperneq 32
3Ó ÚRVAL hjálpað Okkur til þess að skilja þær óravíddir, sem um er að ræða. Á þeim hraða tæki það okkur aðeins 1% úr sekúndu að komast fram hjá tunglinu. Það tæki okkur fimm klukkustundir að komast út úr sól- kerfi okkar. En það mundu líða fjögur ár, þangað til við kæmumst að næstu fastastjörnu. Er við þytum gegnum Vetrar- brautina, þ.e. sólkerfaþyrpingu þá, sem sólkerfi okkar telst til, þá mundum við aðeins fara fram hjá einni fastastjörnu á hverjum fimm árum að meðaltali, þótt við ferðuð- umst með 11 milljón mílna hraða á mínútu. En samt eru 100 billjón fastastjörnur í sólkerfaþyrpingu okkar. Það mundi taka okkur 80.000 ár að komast endanna á milli í Vetr- arbrautinni. Segja má, að geimurinn sé í rauninni tómur, þegar út fjrrir hana kemur, þ.e. tómur á stóru svæði, því að næsta sólkerfaþyrping, er ber heitið Andrómeda, er í tveggja milljón ljósára fjarlægð! En við erum samt ekki komin fyrir alvöru út í geiminn, þótt við séum komin til Andrómedasólkerfa- þyrpingarinnar. Sólkerfaþyrping- ingarnar eru sem sé í „hópum“, þ.e. mismunandi margar þyrpingar í „hóp“ saman, en svo miklu stærri auð svæði á milli „hópanna". í sum- um þessum „hópum“ eru aðeins þrjár sólkerfaþyrpingar. Vetrar- brautin er ein af um 17 slíkum sól- kerfaþyrpingum, sem stjörnufræð- ingarnir kalla einu nafni „Staðar- hópinn“ eða „Staðargrúppuna“, án þess að þeir séu nokkuð að gera að gamni sínu Stærsti hópur sólkerfa- þyrpinganna er Herkúles, sem hef- ur að geyma yfir 10.000 sólþyrping- ar, en í hverri þeirra eru billjónir fastastjarna (það tæki okkur 300 billjón ljósár að ná þangað). Sam- tals eru a.m.k. 10 billjón sólkerfa- þyrpingar í þeim hluta geimsins, sem við vitum, að til er. Slík eru stærðarhlutföllin á því leiksviði, sem sköpunin hefur farið og fer enn fram á. Nú skulum við líta á sjálfan leikinn á leiksviðinu, sjálfa sköpunina. SKÝ ÚR ÝMSUM LOFTTEGUNDUM Þráður leiksins hefst á því, að á leiksviðinu eru staddar ofboðslega litlar frumeindaagnir. Það hvílir enn dula yfir því, hvernig þessar agnir hafa myndazt, en þær eru hið upprunalega „ryk, sem verður að ryki aftur“. Með hjálp útvarpssjón- auka og geimleitartækj a hafa vís- indamenn greint þessar agnir, þar sem þær sindra og flögra til og frá eins og vindar hvarvetna í geimn- um. Ein tegund þessara agna er kölluð „prótóna". Hún er hlaðin já- kvæðu rafmagni. Önnur tegund nefnist „elektróna“. Hún er hlaðin neikvæðu rafmagni. Vegna sinnar andstæðu rafhleðslu dragast þær hver að annarri. Þegar „prótóna“ og „elektróna“ „hittast“, fer „elektrón- an“ á sporbraut umhverfis „prótón- una“. Ein „elektróna" og ein „pró- tóna“ mynda í sameiningu einfald- asta frumefnið, þ.e. vatnsefnisfrum- eindina. Þessi frumeind er svo einföld, að hún er næstum ekki neitt. Segja mætti, að hún væri bara einn plús og ein mínus, sem halda dauðahaldi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.