Úrval - 01.09.1970, Síða 34
32
ÚRVAL
stjarna af meðalstærð. Þvermál
hennar er um milljón mílur.
HRUN OG ENDURFÆÐNIG
En þyngdaraflið lætur samt ekki
„skýjaboltann,“ sem nú er orðinn
að fastastjörnu, í friði eitt augna-
blik. Eftir óralangan tíma, er vatns-
efnið í kjarna stjörnunnar hefur
„brunnið upp“ og heliumgasið eitt
er eftir, fara kjarnorkusprenging-
arnar að dvína og þyngdaraflið
byrjar nú að þjappa stjörnunni fast-
ar saman að nýju, þar eð það hefur
nú yfirhöndina. Þetta framkallar
nægilegan hita, 200 milljón stig'á
Fahrenheit, til þess að mynda öfl-
ugar kjarnorkusprengingar, sem
valda því, að heliumkjarnar renna
saman og mynda þannig kolefnis-
kjarna.
Þegar þessu stigi er náð, er fram-
tíð stjörnunnar komin undir stærð
hennar. Sé hún stór, mun sagan
endurtaka sig aftur og aftur, þ.e.
að dráttaraflið nær yfirhöndinni og
stjarnan þjappast saman, og síðan
hefjast öflugri kjarnorkusprenging-
ar og hitinn eykst stöðugt. í stjörn-
um, sem eru nægilega stórar til
þess, að þar geti myndast 600 mill-
jón stiga hiti á Fahrenheit, renna
kolefniskjarnar saman og mynda
þannig enn þyngri frumefni. Með
slíkum endurteknum samþjöppun-
um og sífellt öflugri kjarnorku-
sprengingum getur stjarna mynd-
að hin þyngri frumefni, sem finn-
ast á reikistjörnum, er svipar til
jarðarinnar.
Þegar stór risastjarna er orðin
nægilega heit til þess að framleiða
járn, dvína sprengingarnar í mið-
kjarna hennar, og síðan hefst hið
endanlega hrun hennar víð sívax-
andi þrýsting þyngdaraflsins. Hún
hrynur saman. Robert Jastrow lýs-
ir þessu á eftirfarandi hátt í bók
sinni: „Rauðir risar og hvítir dverg-
ar: Þróun fastastjarna, reikistjarna
og lífsins“.
„Lokahrunið er hrikalegt í snið-
um, alger ragnarök. Hitinn eykst og
eykst, þangað til hann er kominn
upp í 100 billjón stig á Fahrenheit í
miðkjarna fastastjörnunnar og allar
hugsanlegar kjarnörkusprengingair
kveða við. Það er í þessum síðustu
andarslitrum, að þyngstu frumefnin
myndast, þ.e. þau, sem eru þyngri
en járn. Eftir lokahrunið springur
fastastjarnan í ofboðslegri spreng-
ingu út á við, og þannig dreifist víðs
vegar um geiminn mestur hluti
þeirra frumefna, sem framleidd
voru í innri hluta stjörnunnar, með-
an hún var við lýði.“
Kínverskir stjörnufræðingar voru
hinir fyrstu til þess að greina slíka
lokasprengingu fastastjörnu. Það
var árið 1054 eftir Krists burð. Þar
sem þessi risavaxna stjarna eða
„super-nóva“ var áður, er nú risa-
vaxið loftský, sem kallað er Nebulu-
krabbinn (Crab Nebula). Þetta gas-
ský, þ.e. leifarnar af sprengingunni
miklu, er enn að þenjast út með
100 mílna hraða á sekúndu.
Jörðin er næstum eingöngu gerð
úr slíkum sprengileifum, sem hafa
hægt nægilega mikið á sér í geimn-
um til þess, að þyngdaraflið gæti
farið að skapa úr því hnött að nýju.
Fyrir um Wi billjón árum, þegar
sólkerfi okkar tók að myndast úr
vatnsefnisgasi, voru þegar fyrir