Úrval - 01.09.1970, Síða 39
COLOSSEUM
blóðugasti blettur
jarðarinnar
eftir j. bryan
oethe kallaði Coloss-
* V' ....................
*
*
*
G
eumleikvanginn í Róm
„fagra sýn“. Dickens
skrifaði þessi orð um
hann: „Það er sú há-
tíðarlegasta, stórfeng-
legasta, tignarlegasta, dapurlegasta
sýn, sem hugsazt getur.“ Stendhal,
skýrði frá því, að Michelangelo hafi
á gamalsaldri reikað um rústir þess-
ar „til að magna sál sína nægilega
mikið til þess að fá skynjað fegurð-
ina og gallana í eigin uppdrætti að
hvolfþakinu á Sankti Péturskirkj-
Ég ætla að biðja ykkur að hlusta
á nýrri gest Colosseum, áður en þið
látið þetta lof verða til þess að þið
takið ákvörðun um að fylgja í fót-
spor höfunda þess til Rómar. Og
þessi nýi gestur er ég sjálfur. Ég
klöngraðist um allt á Colosseum-
leikvanginum klukkutímum saman
í fyrrasumar og bar saman stað-
reyndir og ímyndanir, sem tengdar
eru þessum stað. Staður sá, sem
þessir rómantísku menn lýstu í dag-
bókum sínum af slíkri hrifningu
fyrir um öld síðan er bein móðgun
við gesti og ógnun við öryggi þeirra.
A kvöldin og næturnar er þetta
uppáhaldsaðsetursstaður vændis-
kvenna og kynvillinga, og veskja-
og myndavélaþj óf ar leggja þar snör-
— holyday —
|
I
i
ur sínar fyrir saklausa skemmti-
ferðamenn. Gímöld þessarar hálf-
hrundu byggingar eru oft notuð sem
ahnenn salerni, og rústirnar eru oft
og tíðum þaktar alls kyns rusli og
úrgangi.
En þrátt fyrir það er þetta samt
ein af stórfenglegustu byggingum
heims .Og saga hennar er ekki síður
stóríengleg, þótt hún sé í huga
flestra okkar sveipuð hulu alls kon-
ar misskilnings. Þangað til í fyrra-
sumar hafði orðið „Colosseum“ kall-
að fram í huga mér rykugan leik-
vang, glymjandi af öskrum, þar sem
ljón nöguðu bein auðmjúkra krist-
inna mann, meðan Neró lá á rósa-
beði og benti niður á við með þum-
alfingri til merkis um að drepa. En
staðreyndin var ekki þessu lík.
í fyrsta lagi heyrði Nero Coloss-
eum aldrei nefndan á nafn, þar eð
hornsteinninn var ekki lagður fyrr
en fjórum árum eftir dauða hans. í
öðru lagi trúa fáir fræðimenn því,
að nokkrir kristnir menn hafi þolað
þar píslarvættisdauða. í þriðja lagi
töluðu hvorki keisarar, skylminga-
menn né kristnir menn nokkru sinni
um þessa byggingu sem „Coloss-
eum“. Þeir kölluðu hana „Amphit-
heatrum Flavium“, þ.e. hringleika-
hús Flaviusar. Nafnið Colosseum
festist ekki við hana fyrr en á 8. öld.
FURÐUVERKIÐ í MÝRINNI
Byggingin hlaut nafnið „Amphit-