Úrval - 01.09.1970, Síða 44
42
ÚRVAL
leikvanginn með svipuhöggum. Var
annar þeirra vopnlaus, en hinn
vopnaður. Vopnaði maðurinn drap
hinn vopnlausa. En síðan voru vopn-
in tekin af honum og hann látinn
berjast varnarlaus við þriðja mann-
inn, sem var vopnaður. Og þannig
endurtók þessi ,,leikur“ sig koll af
kolli út í það óendanlega. Áhorf-
endum hefur aldrei verið boðið upp
á grimmilegra og auðvirðilegra sýn-
ingaratriði.
SLÁTRUNINNI LÝKUR
Árið 404 e.Kr. fylltist munkur
einn. Teiemachus að nafni, slíkum
hryllingi á þessum leikum, að hann
spratt fram á leikvanginn og reyndi
að skilia bardagamennina að. Dóm-
arinn gaf þeim merki um að drepa
munkinn, og gerðu þeir það. Honor-
ius keisari, sem var lika gagntekinn
hryllingi vegna þessa endalausa
blóðbaðs, bannaði algerlega einvígi.
En samt voru ótal dýr leidd fram til
slátrunar á leikvangi þessum í heila
öld í viðbót. Áhorfendur urðu svo
drukknir af blóðþorsta, að þeir
þyrptust út á leikvanginn úr sætum
sínum til þess að taka þátt í slátrun-
inni. Tiónið, sem þessi gegndarlausa
slátrun leiddi til, varð líka óbætan-
legt, áður en endir var bundinn á
hana 523. Rómverska keisaradæmið
hafði þá verið svipt talsverðum hluta
dvrastofns síns fyrir fullt og allt.
Fílunum í Norður-Afríku hafði ver-
ið útrýmt, einnig vatnahestunum í
Núbíu og Ijónunum í Mesopotamíu.
Þessar þúsundir manna og dýra,
sem þarna voru leiddar til slátrunar,
hafa hrópað á hefnd allt frá dögum
Titusar. Og að lokum var sem hróp-
um þeirra' væri svarað. Árið 422
sprungu veggir Colosseum í miklum
jarðskjálfta. Síðar gerði annar jarð-
skjálfti það að verkum, að tvær
heilar raðir bogaganga hrundu. Nýj-
ar jarðhræringar á árunum 1231 og
1255 ollu því, að fleiri veggir hrundu.
Að undirlagi páfanna var farið að
nota steinana úr rústunum, þ.e. Col-
osseum var gerður að grjótnámu.
Sumt af steinunum var brennt til
kalkvinnslu, en sumt var notað í
nýjar byggingar tsteinar úr Coloss-
eum voru m.a. notaðir í hluta af
Sankti Péturskirkjunni). Svo var
farið að nota Colosseum sem nauta-
atsvöll, síðan sem markað, svo
geymslusvæði fyrir saltpétur og
kapellu fyrir „svartar messur" (at-
hafnir Satansdýrkenda).
Á 20. öldinni hnignaði Collosseum
enn örar en áður, og borgaryfirvöld
Rómar létu Colosseum sig engu
skipta lengi vel. Leikvangurinn var
að vísu hreinsaður i fyrra. En hann
er samt látinn eiga sig að mestu að
undanskildu því, að hann er í uppá-
haldi h’á ýmsum mótmælahópum,
sem nota hann stundum til stjórn-
málafunda, og hjá skemmtiferða-
mönnum, sem reyna þar að greina
hið daufa bermál litríkrar fortiðar
hans.
Kona ein segir við rukkara frá skattstofunni: „Nú, hvað gerðuð ,þér
við alla peningana, sem ég lét yður fá í fyrra?"