Úrval - 01.09.1970, Page 45
Viltu auka ordaforda
inn?
Hér á eftir fara 20 orð og orðasaanbönd með réttri og rangri merkingu.
Prófaðu kunnáttu þina í íslenzkri tungu og auk þú við o.rðaforða þinn með
því að finna rétta merkingu. Gæt þess, að stundum getur .verið um fleiri en
eina rétta merkingu að ræða.
1. að flíka e-u: að hroyfa e-ð, að segja frá e-u, að slíta e-u, að þegja yfir e-u,
að sýna e-ð, að hætta við e-ð, að fela e-ð.
2. nötur: titringur, byrst.ur, hæðinn, kuldi, vosbúð, skjálfti, vistleiki, óvistleiki.
3. að príla: að fikta við e-ð, að klifra, að reigja sig, að hrósa, að klöngrast,
að finna að, að stríða.
4. klönguryrði: háðsyrði, hrósyrði, aðfinnslur, blíðuorð, bænarorð, snjallyrði,
klaufaleg orð.
5. að flírast: að gera að gamni sínu, að tuskast, að klifra, að vera smeðju-
legur, að vera gælinn, að reiðast, að meiða sig.
6. skætingur: óhreinindi, úrgangur, ónot, drasl, áflog, rifrildi, gola, hryss-
ingsleg orð.
7. flikróttur: mislyndur, kekkjóttur, upplitaður, þungbúinn, heiðskír, mislitur,
óákveðinn, undirförull.
8. að koma á nástanginn: að komast á vonarvöl, að koma á óvart, að gefast
upp, að sigrast á erfiðleikum, að nálgast dauðann, að bjarga lífi e-s, að
vera aufúsugestur, að vera ekki aufúsugestur.
9. að kasta á glæ: að láta e-ð fara til spillis, að fresta e-u, að geifast upp við
e-ð, að sigrast á e-u, að gera e-ð, án þess að gagni komi, að gera e-ð,
svo að gagni komi, að ljóstra e-u upp.
10. að ganga í berhögg við e-n: að styðja e-n, að sigra e-n, að gefast upp fyrir
e-m, að ijúga á e-n, að gera vitandi vits Það, sem e-m er þvert um geð,
að ráðast á e-n, að sýna e-m hreinskilni.
11. böngulegur: lipur, klaufalegur, myndarlegur, laginn, stirðlegur, áræðinn,
reigingslegur.
12. bögumæii: teygjudýr, skordýr, ambaga, sjúkdómur, vísa, óþægindi, rang-
mæli, hindrun.
13. bleyði: hugrekki, raki, úrkoma, r'agmennska, mýkt, eymd, fen.
14. að gagra: að hitta ekki í mark, að slíta sig út úr (hópi)., að kvaka, að
masa, að fara einförum, að vagga, að labba rólega.
15. ambur: kryddefni, hráefni í ilmvötn, fyrinhöfn, hindrun, ónot, málleysa,
kvörtun.
16. gámleitur: undirleitur, glaðlegur, útitekinn, magur í andliti, búlduleitur,
upplitsdjarfur, náfölur.
17. að unda: að verða hissa, að valda undrun, að óttast um, að særa, að slóra,
að dútla, að flýta sér.
18. frunti: hlífðarlaus maður, ruddi, sóði, klaufi, spýta, verkfæri, heimskingi.
19. að stálma: að verða geld, að hindra, að tala óskýrt, að bjástra við e-ð, að
þrútna af mjólk, að drattast áfram, að stanza.
jöfur: rándýr, brún, rifrildi, strigi, konungur, þræll, fugl, í koki.
Svör á bls. 111.
20