Úrval - 01.09.1970, Page 46
44
Fjölhæfasta
lögregla
/
i
heimi
EFTIR
PAUL FRIGGENS
/ nærfellt hundrað
ár hefur ríkislögreglan
í Kanada unnið
ótrúlegustu afrek við
hinar erfiðustu
aðstœður.
;vt£ ag einn í febrúarmán-
uði árið 1964 fylgdist
harðduglegur hópur
eiturlyfjanjósnara
hinnar konunglegu
•....”*'FN riddaraliðslögreglu
Kanda með komu uruguayska utan-
ríkisþjónustumannsins Juans Carl-
os Arizti til Alþjóðlega flugvallar-
ins í Montreal. Þeir fylgdu Arizti
síðan eftir til Miðjárnbrautarstöðv-
arinnar í Montreal og sáu hann
setja þar fjórar töskur í geymslu í
tvö geymsluhólf. Þegar þeir leituðu
síðar í geymsluhólfum þessum,
fengu þeir sönnun fyrir því, að
*
D
FJÖLHÆFASTA LÖGREGLA í HEIMI
45
grunur þeirra hafði reynzt réttur.
Farangurinn, sem hafði sloppið í
gegnum kanadisku tollskoðunina
vegna þeirrar undanþágu, sem ut-
anríkisþjónustumenn njóta, hafði
að geyma geysilegt magn af hero-
ini eða nóg til þess að fullnægja
þörfum 60.000 eiturlyfjaneytenda í
þrjá mánuði.
Næsta kvöld tóku leynilögreglu-
mennirnir heroinið úr ferðatöskun-
um að undanskildum nokkrum
pundum og létu þess í stað aðra
plastpoka í töskurnar, og höfðu þeir
að geyma hveiti og voru svipaðir
að stærð, þannig að pokarnir og
innihald þeirra leit alveg eins út og
áður. Þeir vonuðu, að heroinsend-
ing þessi gerði þeim fært að ná
fleirum í smyglhringnum, og því
leyfðu þeir Arizti að sækja tösk-
urnar í geymsluhólfin og halda
áfram til New York, að vísu undir
leynilegu eftirliti bæði kanadiskra
og bandarískra leynilögreglumanna
eiturlyfjadeildanna. „Við skildum
eftir svolítið magn af heroini til
þess að fá tækifæri til að sanna,
að Arizti hefði reynt að selja hero-
in í Bandaríkjunum," sagði einn af
kanadisku leynilögreglumönnunum,
er hann skýrði frá þessu máli síð-
ar.
Nokkrum klukkutímum eftir að
Arizti kom til Pennsylvaniujárn-
brautarstöðvarinnar í New York
allsendis óhræddur, hafði hann ver-
ið handtekinn ásamt félögum sín-
um. Var þar um að ræða mexi-
kanska sendiherrann í Boliviu,
Salvador Pardo-Bolland að nafni,
og René Bruchon, einn helzta
franska eiturlyfjasalann. Þannig
lauk uppljóstrun og rannsókn eins
mesta heroinmáls, sem um getur.
Upptæk voru gerð um 125 pund, af
næstum alveg hreinu heroini, sem
var meira en 52 milljón dollara
virði á eiturlyfjamarkaðinum.
Stundarfjórðungi yfir tólf á há-
degi þ. 1. júní árið 1968 fékk hópur
kanadiskra lögreglumanna í Ottawa
loks laun fyrir mikið erfiði, er þeir
litu mynd af manni nokkrum, er
var sagður heita Ramon George
Sneyd. Þá voru þeir búnir að skoða
næstum 250.000 vegabréfaumsóknir.
Myndin líktist mjög mynd af James
Earl Ray, öðru nafni Eric Starvo