Úrval - 01.09.1970, Síða 47

Úrval - 01.09.1970, Síða 47
44 Fjölhæfasta lögregla / i heimi EFTIR PAUL FRIGGENS / nærfellt hundrað ár hefur ríkislögreglan í Kanada unnið ótrúlegustu afrek við hinar erfiðustu aðstœður. ;vt£ ag einn í febrúarmán- uði árið 1964 fylgdist harðduglegur hópur eiturlyfjanjósnara hinnar konunglegu •....”*'FN riddaraliðslögreglu Kanda með komu uruguayska utan- ríkisþjónustumannsins Juans Carl- os Arizti til Alþjóðlega flugvallar- ins í Montreal. Þeir fylgdu Arizti síðan eftir til Miðjárnbrautarstöðv- arinnar í Montreal og sáu hann setja þar fjórar töskur í geymslu í tvö geymsluhólf. Þegar þeir leituðu síðar í geymsluhólfum þessum, fengu þeir sönnun fyrir því, að * D FJÖLHÆFASTA LÖGREGLA í HEIMI 45 grunur þeirra hafði reynzt réttur. Farangurinn, sem hafði sloppið í gegnum kanadisku tollskoðunina vegna þeirrar undanþágu, sem ut- anríkisþjónustumenn njóta, hafði að geyma geysilegt magn af hero- ini eða nóg til þess að fullnægja þörfum 60.000 eiturlyfjaneytenda í þrjá mánuði. Næsta kvöld tóku leynilögreglu- mennirnir heroinið úr ferðatöskun- um að undanskildum nokkrum pundum og létu þess í stað aðra plastpoka í töskurnar, og höfðu þeir að geyma hveiti og voru svipaðir að stærð, þannig að pokarnir og innihald þeirra leit alveg eins út og áður. Þeir vonuðu, að heroinsend- ing þessi gerði þeim fært að ná fleirum í smyglhringnum, og því leyfðu þeir Arizti að sækja tösk- urnar í geymsluhólfin og halda áfram til New York, að vísu undir leynilegu eftirliti bæði kanadiskra og bandarískra leynilögreglumanna eiturlyfjadeildanna. „Við skildum eftir svolítið magn af heroini til þess að fá tækifæri til að sanna, að Arizti hefði reynt að selja hero- in í Bandaríkjunum," sagði einn af kanadisku leynilögreglumönnunum, er hann skýrði frá þessu máli síð- ar. Nokkrum klukkutímum eftir að Arizti kom til Pennsylvaniujárn- brautarstöðvarinnar í New York allsendis óhræddur, hafði hann ver- ið handtekinn ásamt félögum sín- um. Var þar um að ræða mexi- kanska sendiherrann í Boliviu, Salvador Pardo-Bolland að nafni, og René Bruchon, einn helzta franska eiturlyfjasalann. Þannig lauk uppljóstrun og rannsókn eins mesta heroinmáls, sem um getur. Upptæk voru gerð um 125 pund, af næstum alveg hreinu heroini, sem var meira en 52 milljón dollara virði á eiturlyfjamarkaðinum. Stundarfjórðungi yfir tólf á há- degi þ. 1. júní árið 1968 fékk hópur kanadiskra lögreglumanna í Ottawa loks laun fyrir mikið erfiði, er þeir litu mynd af manni nokkrum, er var sagður heita Ramon George Sneyd. Þá voru þeir búnir að skoða næstum 250.000 vegabréfaumsóknir. Myndin líktist mjög mynd af James Earl Ray, öðru nafni Eric Starvo
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.