Úrval - 01.09.1970, Page 49
FJÖLHÆFASTA LÖGREGLA í HEIMI
47
byggingu úr gráum steini, sem um-
girt er stálgirðingu. Upphaflega átti
þetta að verða kennaraskóli. Sama
má segja um núverandi yfirlög-
reglustjóra Liðsins. Hann heitir
William Leonard Higgitt. Hann er
gráhærður og hefur til að bera
mikla persónutöfra. Hann er orðinn
53 ára gamall og er harður í horn
að taka. Hann hóf starf sem óbreytt-
ur lögreglumaður á sínum tíma og
hefur því sannarlega unnið sig upp
til æðstu metorða innan Liðsins.
Higgitt talar sjaldan opinberlega
um Liðið. En hann stjórnar Liðinu,
sem 1 eru 11.250 lögreglumenn, af
slíkum áhuga og slíkri skyldurækni,
að óhætt er að segja, að slíkt sé í
anda þeirra sagna um hetjudáðir
Liðsins, er fylla nú orðið margar
bækur.
„VIÐ OFUREFLI VOPNAÐRA
MANNA AÐ ETJA, EN EKKI
OFURLIÐI BORNIR"
Á meðan menn dá hugrekki, mun
þeim tíðrætt um H.M.C. Johnstone
riddaraliðslögreglumann. Klukkan
hálfellefu að morgni þess 3. apríl
1956 kvað við nístandi vein banka-
aðvörunarkerfis í Burnabydeild
Liðsins í Vancouver. Tafarlaust
gátu liðsmenn heyrt eftirfarandi
tilkynningu í talstöðvum sínum:
„Burnaby til allra lögreglubíla og
stöðva.... Bankaaðvörunarmerki.
. . . Konunglegi Kanadabankinn ...
á horninu á Lougheedvegi og Norð-
urvegi.“
Tveir ungir lögreglumenn, þeir
Johnstone og A.L. Beach, urðu
fyrstir á vettvang. Johnstone stökk
út úr lögreglubílnum og hélt rak-
leit inn í bankann, en Beach lagði
bílnum á meðan. Johnstone virtist
í fyrstu sem allt væri í eðlilegu
horfi inni í bankanum. „Er allt í
lagi?“ spurði Johnstone banka-
stjórann. Dauðskelkaður maðurinn
kinkaði kolli. Hann sat við af-
greiðsluborð, en á bak við hann
faldi sig grímuklæddur bankaræn-
ingi og hélt hlaupi framanafsagaðs
r.iffils við bak honum. í bankanum
voru einnig staddir tveir aðrir ræn-
ingjar. Annar þeirra skaut skyndi-
lega úr byssu sinni beint á John-
stone, en byssa hans var með .38
hlaupvídd. Johnstone féll í gólfið
og fékk þá í sig sjö skot í viðbót.
Samt miðaði hann á bófann af
geysilegri nákvæmni og hleypti af.
Nákvæmnin var slík, að byssan
þaut úr hendi bófans. Johnstone var
mjög særður, en samt staulaðist
hann á fætur og lét skotunum rigna
yfir bófann,, sem áður hafði falið
sig bak við bankastjórann, en sá
var nú á hlaupum út úr bankanum
með 10.000 dollara undir handleggn-
um. Þeir Johnstone og Beach héldu
skothríðinni áfram, er út kom.
Þegar byssureykurinn fór að
greiðast í sundur, mátti sjá, að einn
bankaræningjanna hafði fengið skot
í hjartastað. Annar gafst auðmjúkur
upp fyrir Johnstone, sem sat þarna
á gangstéttinni og miðaði byssu á
þann þriðja, þó að hún væri að
vísu orðin tóm. Sá þorði ekki að
hreyfa legg né lið. „Við ofurefli
vopnaðra manna að etja, en ekki
ofurliði bornir“. Þannig hljóðaði
blaðafyrirsögn ein næsta dag. John-
stone var veitt Georgsheiðursmerk-