Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 50
48
ÚRVAL
1. Hvaða lönd eiga að-
ild að COMECON,
efnahagsbandalagi
austantj aldsland-
anna?
2. Eftir hvern er bókin
„Konan mín borðar
með prjónum“?
3. Hver er stjórnandi
Pólýfónkórsins?
4. Hvernig lýsir kólera
sér?
5. Hver er forseti bæj-
arstjórnar á Sauðár-
króki?
VEIZTU
6. Hvað heitir tízku-
sýningarstúlkan og
leikkonan, sem hlot-
ið hefur viðurnefnið
,,Rækjan“?
7. Hver var fyrsti for-
seti Bandaríkjanna?
8. Hver uppgötvaði
fyrstur manna, að
rafmagn er í elding-
unni?
9. Hver samdi söguna
um Kristrúnu í
Hamravík?
Svör á bls. 111.
ið af sjálfri drottningunni fyrir „að
hafa auðsýnt mikið hugrekki“.
„TÝNDA LÖGREGLUSVEITIN"
Líklega fjallar furðulegasta mál-
ið í gervallri glæparannsóknasögu
Liðsins um rán eitt og morð í fylk-
inu Nýju-Brunswick. Níræðúr
maður fannst rændur og myrtur
fyrir utan kofa sinn. Lögreglan náði
í mann, sem ástæða var til að gruna.
Og í eigu hans fannst peningaseðill
með blóðblettum, og við einn blett-
inn var límt eitt stutt hár. Litla
hárið var sent til aðalstöðva Liðs-
ins í Ottawa og efnagreint og rann-
sakað af sérfræðingi í Landbúnað-
ardeildinni. Hann sagði, að hár
þetta væri af fæti hunangsflugu!
Enn einu sinni leituðu leynilög-
reglumenn á morðstaðnum. Og í
gamalli kistu, sem fórnarlambið
hafði geymt fé sitt og skjöl í, fundu
þeir einmitt uppþornaðar leifar
hunangsflugu. Þetta furðulega sönn-
unargagn, ásamt nokkrum öðrum
að vísu, hjálpaði einmitt Liðinu til
þess að komast til botns í málinu
og sanna sökina á hinn grunaða.
Nú er um helmingur þess svæð-
is, sem Liðið sér um löggæzlu á, í
norðurhéruðum Kanada. Lögreglu-
mennirnir komu þangað fyrst í
júnímánuði árið 1894. Og ekki leið
á löngu, þar til hinu unga lögreglu-
liði var fengin í hendur löggæzla í
öllum norðurhéruðunum, allt vest-
an frá Yukonfljóti við landamæri
Alaska austur til Hudsonflóa. Á
þessu risavaxna svæði bjuggu að-
eins nokkur þúsund harðgerra
manna, og voru flestir þeirra Indí-
ánar og Eskimóar, en þar að auki