Úrval - 01.09.1970, Side 51
FJÖLHÆFASTA LÖGREGLA í HEIMI
49
kaupmenn og sölumenn, sem seldu
þar whisky, sem var ólöglegt at-
hæfi, loðdýraveiðimenn og alls kon-
ar ævintýramenn. Því þurfti óft að
leysa mikil og margvísleg vanda-
mál á þessum norðlægu slóðum.
Ógnvænlegasta sagan, sem lög-
reglumenn hafa að segja frá svæði
þessu, er kannske sagan um Francis
Fitzgerald lögregluforingja og
„Týndu lögreglusveitina". Þ. 21.
desember árið 1910 hélt Fitzgerald
af stað frá Fort McPherson á Norð-
vesturlandsvæðunum áleiðis til
Dawson á Yukonsvæðinu. f fylgd
með honum voru þrír lögreglumenn
og 15 hundar. Þetta var venjuleg
varaeftirlitsferð. Ætluðu þeir að
aka á hundasleðum alla leiðina,
sem var hvorki meira né minna en
500 mílur. Þegar lögreglusveitinni
fór að seinka helzt til mikið, var
sendur út leitarflokkur frá Daw-
son. Og þ. 21. marz blasti óhugnan-
leg sjón við augum leitarmanna í
áningarbúðum einum við Peelána,
um 35 mílna leið frá Fort McPher-
son. Við öskuhrúguna eftir löngu
útdauðan eld lágu grindhoruð lík
tveggja meðlima lögreglusveitarinn-
ar. . . . Tætlur af soðnu elgsskinni
bentu til þess, að mennirnir hefðu
dáið úr hungri. Þegar leitarflokkur-
inn var kominn 10 mílum lengra
eftir sleðaslóðinni, kom hann auga
á lík Fitzgeralds lögregluforingja
og þriðja lögreglumannsins. Fitz-
gerald hafði ekki tekizt að komast
yfir ísi lögð fjöllin til Yukon, og
því höfðu þeir snúið við, þótt þeir
væru þegar búnir að ferðast 300
mílna leið frá Fort McPherson.
Lögregluforinginn hafði haldið dag-
bók samkvæmt reglugerð riddara-
lögregluliðsins.
„Þriðjudaginn 31. janúar. 43 stiga
frost. 52 stig síðdegis. (Á Celsius.
Þýð.),“ skrifaði hann. „Húðflygsur
detta af andlitum okkar, og líkams-
hlutar og varir bólgna og springa.
Ég býst við, að þetta komi af því
að éta hundakjöt. Allir þjást mjög
af kuldanum vegna skorts á góðri
fæðu.“
Þ. 3. febrúar skrifaði hann:
„Menn og hundar mjög horaðir og
veikburða, geta ekki haldið miklu
lengra. Á enn eftir um hundrað
mílna leið. Ég held, að við náum á
leiðarenda, en þá munu aðeins
verða eftir þrír eða fjórir hundar.“
Fitzgerald andaðist, þegar þeir
áttu aðeins eftir um 25 mílna leið
til Fort McPherson. Á pappírssnep-
il krotaði hann þessi orð með svið-
inni spýtu, og var þetta hinzta
kveðja hans: „Alla peninga í
geymslupoka mínum og í banka,
fatnað o. s. frv. eftirlæt ég minni
elskuðu móður, frú John Fitzgerald
í Halifax. Guð blessi alla. F.J. Fit-
zgerald, Riddaraliðslögreglu Norð-
vesturhéraðanna." (En það var þá
nafn Liðsins. Þýð.).
Nú heldur kanadiska riddaraliðs-
lögreglan uppi löggæzlu í Norður-
héruðunum með hjálp nýjustu far-
artækja, vélsleða, snjóbíla og flug-
véla. Og þar að auki styðst hún við
miklu betra fjarskiptasamband. Um
starf Liðsins á þessum slóðum hef-
ur Albert Huget, lögreglustjóri ,,G“-
deildarinnar, þetta að segja: „Hér
norður frá þarf meðlimur riddara-
liðslögreglunnar að vera mjög fjöl-
hæfur.“ Hann er lögreglumaður,