Úrval - 01.09.1970, Síða 56
54
ÚRVAL
sínu, árinu 1968, þegar breytingarn-
ar hófust.
„Ég vona, að þetta verði byrjunin
á heildarlýsingu minni á tilfinning-
um mínum og hugsunum sem sextán
ára gömlum unglingi,“ skrifaði hann
í maí árið 1969 í „dagbók“, sem ég
rakst á nokkrum mánuðum síðar.
„Mér finnst sem ég hafi beðið ósig-
ur fyrir lífinu og ég hafi smám sam-
an farið að eyðileggja ekki aðeins
mitt eigið líf, heldur einnig líf þeirra
sem standa mér nærri. Þrjú síðustu
árin hef ég notað fíknilyf í stórum
stíl, marijuana, methedrine, LSD og
allt upp í heroin. Kynni mín af hero-
ininu stóðu aðeins 9 mánuði, en á
þessum mánuðum hefur það orðið
mér mikil byrði, byrði, sem ég hef
ekki getað varpað af mér .... Ég er
hræddur, alveg dauðhræddur.“
Sonur sá, sem mér þótti svo gam-
an að horfa og hlusta á, er hann lék
á gítarinn sinn, var horfinn, þegar
Mark skrifaði þessar línur. Og fjöl-
skyldulíf okkar var einnig horfið
með honum. Ég get alls, ekki gefið
neina skýringu á því, hversvegnci
Mark gerðist eiturlyfjaneytandi. En
ég get skýrt frá því, hvað kom fyrir
eitt barn og fjölskyldu þess.
Fyrir tveim árum, einmitt um það
leyti þegar Mark var að ánetjast
sterkum eiturlyfjum, virtist hann
vera ólíklegt fórnardýr slíks lastar.
Hann var vel gefinn, skapgóður, op-
inn í viðmóti og einlægur. Hann var
indælispiltur, gæddur miklum list-
gáfum, en þó látlaus og laus við
mont.
Við bjuggum í auðugu úthverfi
bæjar eins í Connecticutfylki, þegar
vandræði hans byrjuðu. Við lifðum
ekki neinu óhöfssömu tízkulífi, en
höfðum samt nóg fyrir okkur að
leggja. Mér fannst þetta ágætt líf.
Og ég hélt, að sama væri að segja
um Mark. Hann var fremur áhuga-
lítill nemandi, en honum gekk samt
vel í gagnfræðaskólanum, og ein-
staka sinnum lagði hann nóg að sér
til þess að ná góðum einkunnum.
Auðvitað var lífið ekki eintómur
dans á rósum. Ég hafði áhyggjur af
fjárhagsafkomu minni og var hald-
inn nokkurri taugaspennu (ég var
þá að skrifa skáldsögu). Áhrifa af
þessu gætti því oft á heimilinu. Því
var ég oft skapbráður, og einstöku
sinnum fékk ég mér of mikið neðan
í því. Konan mín var ákveðin í því,
að Mark fengi ágæta æðri skóla-
menntun, sem við höfðum orðið að
fara á mis við. Og hún hvatti hann
því til að leggja stund á námið, ekki
vegna þess, sem upp úr náminu væri
að hafa, hvað atvinnu og tekjur
snerti, heldur vegna eigin andlegs
þroska. Kannski hafa áhrifin af öll-
um þessum aðstæðum átt sinn þátt
í þv-í, að hann byrjaði að neyta eit-
urlyfja. En við duldum ekki tilfinn-
ingar okkar hvert fyrir öðru, held-
ur auðsýndum hvert öðru ást og um-
hyggju. Og ég hélt áður fyrr, að
þætti fólki nógu vænt hverju um
annað, mundi allt fara vel. En ég
er ekki lengur á þeirri skoðun.
ÖMURLEGT LEYNDARMÁL
Það var mikið um marijuana-
neyzlu í bænum okkar og öllum
hreppnum sumarið 1968. Mark hafði
viðurkennt fyrir okkur, að hann
hefði reynt marijuana einu sinni, og
við létum ekki á okkur standa að