Úrval - 01.09.1970, Síða 56

Úrval - 01.09.1970, Síða 56
54 ÚRVAL sínu, árinu 1968, þegar breytingarn- ar hófust. „Ég vona, að þetta verði byrjunin á heildarlýsingu minni á tilfinning- um mínum og hugsunum sem sextán ára gömlum unglingi,“ skrifaði hann í maí árið 1969 í „dagbók“, sem ég rakst á nokkrum mánuðum síðar. „Mér finnst sem ég hafi beðið ósig- ur fyrir lífinu og ég hafi smám sam- an farið að eyðileggja ekki aðeins mitt eigið líf, heldur einnig líf þeirra sem standa mér nærri. Þrjú síðustu árin hef ég notað fíknilyf í stórum stíl, marijuana, methedrine, LSD og allt upp í heroin. Kynni mín af hero- ininu stóðu aðeins 9 mánuði, en á þessum mánuðum hefur það orðið mér mikil byrði, byrði, sem ég hef ekki getað varpað af mér .... Ég er hræddur, alveg dauðhræddur.“ Sonur sá, sem mér þótti svo gam- an að horfa og hlusta á, er hann lék á gítarinn sinn, var horfinn, þegar Mark skrifaði þessar línur. Og fjöl- skyldulíf okkar var einnig horfið með honum. Ég get alls, ekki gefið neina skýringu á því, hversvegnci Mark gerðist eiturlyfjaneytandi. En ég get skýrt frá því, hvað kom fyrir eitt barn og fjölskyldu þess. Fyrir tveim árum, einmitt um það leyti þegar Mark var að ánetjast sterkum eiturlyfjum, virtist hann vera ólíklegt fórnardýr slíks lastar. Hann var vel gefinn, skapgóður, op- inn í viðmóti og einlægur. Hann var indælispiltur, gæddur miklum list- gáfum, en þó látlaus og laus við mont. Við bjuggum í auðugu úthverfi bæjar eins í Connecticutfylki, þegar vandræði hans byrjuðu. Við lifðum ekki neinu óhöfssömu tízkulífi, en höfðum samt nóg fyrir okkur að leggja. Mér fannst þetta ágætt líf. Og ég hélt, að sama væri að segja um Mark. Hann var fremur áhuga- lítill nemandi, en honum gekk samt vel í gagnfræðaskólanum, og ein- staka sinnum lagði hann nóg að sér til þess að ná góðum einkunnum. Auðvitað var lífið ekki eintómur dans á rósum. Ég hafði áhyggjur af fjárhagsafkomu minni og var hald- inn nokkurri taugaspennu (ég var þá að skrifa skáldsögu). Áhrifa af þessu gætti því oft á heimilinu. Því var ég oft skapbráður, og einstöku sinnum fékk ég mér of mikið neðan í því. Konan mín var ákveðin í því, að Mark fengi ágæta æðri skóla- menntun, sem við höfðum orðið að fara á mis við. Og hún hvatti hann því til að leggja stund á námið, ekki vegna þess, sem upp úr náminu væri að hafa, hvað atvinnu og tekjur snerti, heldur vegna eigin andlegs þroska. Kannski hafa áhrifin af öll- um þessum aðstæðum átt sinn þátt í þv-í, að hann byrjaði að neyta eit- urlyfja. En við duldum ekki tilfinn- ingar okkar hvert fyrir öðru, held- ur auðsýndum hvert öðru ást og um- hyggju. Og ég hélt áður fyrr, að þætti fólki nógu vænt hverju um annað, mundi allt fara vel. En ég er ekki lengur á þeirri skoðun. ÖMURLEGT LEYNDARMÁL Það var mikið um marijuana- neyzlu í bænum okkar og öllum hreppnum sumarið 1968. Mark hafði viðurkennt fyrir okkur, að hann hefði reynt marijuana einu sinni, og við létum ekki á okkur standa að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.