Úrval - 01.09.1970, Qupperneq 61

Úrval - 01.09.1970, Qupperneq 61
BARÁTTA SONAR MÍNS VIÐ HEROINIÐ 59 við hjónin hættum nú að trúa því, að við gætum snúizt gegn hvers kyns vandamáium og fundið farsæla lausn hverju sinni. Þetta var nýtt fyrir okkur. Það var í fyrsta skipti í 18 ára hjónabandi okkar, að við tók- um vonleysinu og getuleysinu sem óhjákvæmilegri staðreynd. í FORAÐI HYLDÝPISINS En einmitt þegar foreldrar eitur- lyfjaneytandans hafa gefið upp alla von, er kannski einmitt að glæðast svolítill vonarneisti í brjósti hans sjálfs. Mark hafði undanfarið orðið að berjast gegn ógnum, sem eru svo djöfullegar, að ég get aðeins getið mér slíks til. Og nú var hann farinn að taka ákvarðanir um það upp á eigin spýtur, að hann skyldi losa sig undan fargi nautnarinnar. Hlý sum- arsólin hjálpaði honum í þessari viðleitni hans. Við sáum, að hann baðaði sig í geislum hennar og að hann gekk nú um með bera hand- leggi líkt og til að sýna, að þar væru engin nálarför og að hann væri að reyna að finna leið út úr myrkrinu. Hann fékk starf hjá garðyrkjufyrir- tæki og stundaði það vel. Metha- donelyfið, sem hann fékk nú dag- lega, hjálpaði honum til þess að þrauka. f lok sumarsins var líf okkar byrjað að færast í svipað horf og á fyrri hamingjudögum. Mark var nú miklu hraustari og sterkari líkam- lega en áður, og augnaráð hans var nú orðið líkara augnaráði heilbrigðs manns en hinu flöktandi augnaráði samankipraðra augna eiturlyfja- neytandans. Við Síkruppum í skemmtiferð til Þorskhöfða um eina helgi og sváfum í tjaldi niðri á ströndinni. Við syntum saman og svifum á brimbrettum á ölduföldun- um upp að ströndinni. Er við svifum á ölduföldunum í sólgullnum og ilm- andi sænum, var auðvelt fyrir mig að trúa á þá tálvon, að við gætum nú unnið fullan sigur. Mark fór aftur í skólann í septem- ber. Hann hætti við methadonelyfið, án þess að slíkt hefði slæmar af- leiðingar fyrir hann. Hann keypti sér dálítið af nýjum fötum og fór alltaf á fætur klukkan hálfátta á morgnana. f skólanum gat hann lagt stund á námsgreinar, sem hann hafði ánægju af, tónlist, leiklistarfræði og ensku. Og ég tók eftir því, að hann var farinn að stunda námið af viti, minnisbækurnar fylltust hver á fæt- ur annarri. Við hjónin sögðum hvort við annan, að við ætluðumst ekki að vonast eftir of miklu. En við gerðum það nú samt. Eftir mánaðartíma sagði Mark einn morguninn, að hann ætlaði að sleppa fyTstu kennslustundunum. Hann fór að ganga í slitnum og gömlum gallabuxum eins og áður. Einn morguninn neitaði hann alveg að fara í skólann. Við fórum að ríf- ast, og hann rauk brátt út. Hann hringdi heim seint um kvöldið. Hann var undir sterkum eiturlyfjaáhrif- um. Nú hófst sama martröðin og fyrr- um. En það var greinilegt, að það hafði orðið breyting á konunni minni. Móðganir Marks, vonbrigðin og hin lamandi staðreynd lastar hans sannfærðu hana nú um, að hann væri glataður. Og nú gerðist hún hörð á yfirborðinu eins og ég.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.