Úrval - 01.09.1970, Blaðsíða 68
66
ÚRVAL
Stanley hljóp til móts við hann.
Guðrún sá, að hann komst til Step-
hens, einmitt er hann hneig grát-
andi niður. Svo kom Stanley á
harðahlaupum tilbaka. Hann var
náfölur og óttasvipur á andliti hans.
Maður og kona sátu í bíl þar ná-
lægt og nutu útsýnisins. Stanley
hrópaði til þeirra: „Tvö börn hafa
farið í sjóinn þarna úti á eyrinni.
Öldurnar hafa skolað þeim frá
landi! Náið í hjálp!“
Maðurinn ók strax af stað á mikl-
um hraða, og Stanley Kramek lagði
af stað í áttina til eyrarinnar. Hann
reyndi að hlaupa eftir ógreiðfær-
um stíg, sem lá þar um sandhól-
ana, en það var erfitt, því að djúp-
ur og þurr sandurinn virtist soga
hann til sín í hverju skrefi. Hann
komst út fyrir vitann. Og loks
komst hann út á eyrina, en þar var
sandurinn harður. Skerandi garg
mávanna, sem svifu yfir höfði hans,
yfirgnæfði gnauðið í vindinum og
brimhljóðið. Beggja vegna eyrar-
innar gat að líta hvítflyssandi brim-
ið. Og beint fram undan var svo
rifið. Það var ekkert annað að sjá.
Það kann að hljóma einkenni-
lega, en það var einmitt þetta tóm,
sem veitti honum svolitla von
skamma stund, því að hann sá
þarna engin merki þess, að þau Di-
ane og Matthew hefðu komið þang-
að. Svo sá hann svolitla bláa hrúgu.
Það var bómullarskyrtan, sem Di-
ane hafði verið í utan yfir sund-
bolnum. Hinum megin við hrúguna
voru förin eftir bera fætur hennar.
Og þau stefndu beint út í sjó.
„ÞAÐ ER HUGSANLEGT AÐ
BÖRN HAFI DRUKKNAÐ
Á SANDEYRI“
Þegar neyðarflautan kvað við, þá
hóf st S j álf boðaliðsbj örgunarsveitin
strax handa. í henni voru 20 menn,
kaupmenn, trésmiðir, fiskimenn,
rafveitumenn og vegavinnumenn.
Þeir höfðu stuttbylgjumóttökutæki
á heimilum og í bílum sínum, og
mynduðu tæki þessi tengsl á milli
þeirra. Formaður björgunarsveitar-
innar, Charles „Ed“ Conley að
nafni, sem er 55 ára gamall, var
einmitt að koma heim úr vinnu,
þegar hann heyrði rödd þularins í
móttökutæki sínu: „Það er hugsan-
legt, að börn hafi drukknað á Sand-
eyri.“ Eiginkona Conleys stóð úti í
bakdyrunum, og hann hrópaði til
hennar: „Hringdu í Strandvarnar-
liðið.“ Svo beygði hann og þaut
áfram í bílnum norður á bóginn.
Tólf mínútum eftir neyðarkallið
voru þeir Conley og nokkrir aðrir
meðlimir Sj álf boðaliðsbj örgunar-
sveitarinnar komnir til Stanleys
Krameks norður á Sandeyri. Fljótt
á litið hefði aðkomandi fólki ekki
sýnzt vera neitt markvert á seyði.
Sjórinn virtist kyrr, og himinninn
var heiður. En Conley þekkti þenn-
an stað vel, og nú var hann hrædd-
ur. Sterkur útfallsstraumur sópar
sjónum í hinu breiða Löngueyjar-
sundi á undan sér í austurátt út í
Atlantshafið og þar á meðal yfir
Sandeyrina. Engum sundmanni
hafði nokkru sinni tekizt að synda
á móti þeim sterka straumi. Hann
tók nú að svipast um í sjónauka
sínum. Hann var viss um, að annað-
hvort tækist þeim að finna börnin