Úrval - 01.09.1970, Síða 70
68
ÚRVAL
höfðu áður staðið hér í svipuðum
sporum. Og eins var um fyrirrenn-
ara þeirra.
Það mátti heyra fólkið varpa
öndinni af feginleik, er það kom
auga á gráan skrokk eins báts
Strandvarnarliðsins, þegar hann
birtist handan ólgunnar úti við rif-
ið. Bátnum miðaði hægt áfram suð-
ur með vesturströnd Sandeyrar. Og
síðan hvarf hann sjónum. Tíu mín-
útum síðar kom hann aftur í ljós.
Leitin hafði augsýnilega verið ár-
angurslaus. Ed Conway veifaði til
skipsmanna og benti þeim að halda
í austur. Svo kom báturinn sigl-
andi í gegnum rauf á rifinu og fór
að leita úti fyrir strönd Kúvíkur,
sem var um mílu á lengd.
Börnin höfðu nú verið í sjónum í
tæpan hálfan annan klukkutíma.
Það hafði kviknað vonarneisti í
brjósti Guðrúnar, er hún sá bátinn.
En nú fann hún, að hún var að
missa vald yfir tilfinningum sínum.
Hún tók að hvísla nafn dóttur sinn-
ar. „Diane . . . Diane . . . gullna
stúlkan mín.“ Guðrúnu fannst sem
Diane hefði unnið til þess að fá
tækifæri til að lifa lífinu, nú er
hún stóð við dyr svo margra dá-
semda þess. Henni fannst það al-
veg ótrúlegt ranglæti, ef hún ætti
að verða svipt því tækifæri.
Stanley Kramek fann einnig, að
örvæntingin var að ná tökum á
honum. Diane var mjög dugleg að
synda, og hann vissi, að hefði
hún aðeins sjálfa sig um að hugsa,
kynni hún að sigra í átökunum við
sjávarfallastrauminn og komast að
síðustu í land aftur. En hvernig
átti henni að takast að bjarga bæði
sjálfri sér og Matthew? Hann þekkti
hana nógu vel til þess að vita, að
hún mundi aldrei yfirgefa dreng-
inn.
Nú tók þétt þoka að breiðast norð-
ur eftir eynni. Hún fór hratt yfir.
Yfir Kúvík var nú að breiðast föl,
perlugrá slæða. Conley og menn
hans litu hver til annars. Augnaráð
þeirra gaf til kynna, að þeir álitu,
að horfurnar væru orðnar alvarleg-
ar. Tækist Strandvarnarliðinu ekki
að finna börnin næstu tíu mínút-
urnar, þýddi þeim ekki að leita
lengur.
SALTUR SJÓR, SÖLT TÁR
Robert Widerman skipstjóri
stýrði bátnum til suðausturs á hálfri
ferð. Síðan sneri hann hægt við og
hélt til baka. Fólkinu upp á strönd-
inni fannst sem hann stanzaði sem
snöggvast og ylti þarna á öldunum
á sama stað. Síðan var bátnum siglt
snögglega af stað aftur í áttina til
norðvesturs, að stað, sem var í um
550 metra fjarlægð frá fjöruborð-
inu. Þar var drepið á vélinni og
bátnum snúið upp í vindinn.
Fólkið, sem beið uppi á strönd-
inni, var nú visst um, að þeir hefðu
fundið eitthvað í sjónum. Því þyrpt-
ist það utan um sjúkrabifreið
Strandvarnarliðsins til þess að
hlusta á móttökutækið. Síðan heyrð-
ist málmkennd rödd í tækinu. Það
var aðeins hægt að greina orð og
orð á stangli, því að truflanir yfir-
gnæfðu hana öðru hverju. „Strand-
varnarliðið . . . náði . . . persónu
. . . siglir til Gömlu hafnar.“
Er röddin þagnaði, mátti sjá bát-
inn leggja af stað í suðurátt á fullri