Úrval - 01.09.1970, Síða 70

Úrval - 01.09.1970, Síða 70
68 ÚRVAL höfðu áður staðið hér í svipuðum sporum. Og eins var um fyrirrenn- ara þeirra. Það mátti heyra fólkið varpa öndinni af feginleik, er það kom auga á gráan skrokk eins báts Strandvarnarliðsins, þegar hann birtist handan ólgunnar úti við rif- ið. Bátnum miðaði hægt áfram suð- ur með vesturströnd Sandeyrar. Og síðan hvarf hann sjónum. Tíu mín- útum síðar kom hann aftur í ljós. Leitin hafði augsýnilega verið ár- angurslaus. Ed Conway veifaði til skipsmanna og benti þeim að halda í austur. Svo kom báturinn sigl- andi í gegnum rauf á rifinu og fór að leita úti fyrir strönd Kúvíkur, sem var um mílu á lengd. Börnin höfðu nú verið í sjónum í tæpan hálfan annan klukkutíma. Það hafði kviknað vonarneisti í brjósti Guðrúnar, er hún sá bátinn. En nú fann hún, að hún var að missa vald yfir tilfinningum sínum. Hún tók að hvísla nafn dóttur sinn- ar. „Diane . . . Diane . . . gullna stúlkan mín.“ Guðrúnu fannst sem Diane hefði unnið til þess að fá tækifæri til að lifa lífinu, nú er hún stóð við dyr svo margra dá- semda þess. Henni fannst það al- veg ótrúlegt ranglæti, ef hún ætti að verða svipt því tækifæri. Stanley Kramek fann einnig, að örvæntingin var að ná tökum á honum. Diane var mjög dugleg að synda, og hann vissi, að hefði hún aðeins sjálfa sig um að hugsa, kynni hún að sigra í átökunum við sjávarfallastrauminn og komast að síðustu í land aftur. En hvernig átti henni að takast að bjarga bæði sjálfri sér og Matthew? Hann þekkti hana nógu vel til þess að vita, að hún mundi aldrei yfirgefa dreng- inn. Nú tók þétt þoka að breiðast norð- ur eftir eynni. Hún fór hratt yfir. Yfir Kúvík var nú að breiðast föl, perlugrá slæða. Conley og menn hans litu hver til annars. Augnaráð þeirra gaf til kynna, að þeir álitu, að horfurnar væru orðnar alvarleg- ar. Tækist Strandvarnarliðinu ekki að finna börnin næstu tíu mínút- urnar, þýddi þeim ekki að leita lengur. SALTUR SJÓR, SÖLT TÁR Robert Widerman skipstjóri stýrði bátnum til suðausturs á hálfri ferð. Síðan sneri hann hægt við og hélt til baka. Fólkinu upp á strönd- inni fannst sem hann stanzaði sem snöggvast og ylti þarna á öldunum á sama stað. Síðan var bátnum siglt snögglega af stað aftur í áttina til norðvesturs, að stað, sem var í um 550 metra fjarlægð frá fjöruborð- inu. Þar var drepið á vélinni og bátnum snúið upp í vindinn. Fólkið, sem beið uppi á strönd- inni, var nú visst um, að þeir hefðu fundið eitthvað í sjónum. Því þyrpt- ist það utan um sjúkrabifreið Strandvarnarliðsins til þess að hlusta á móttökutækið. Síðan heyrð- ist málmkennd rödd í tækinu. Það var aðeins hægt að greina orð og orð á stangli, því að truflanir yfir- gnæfðu hana öðru hverju. „Strand- varnarliðið . . . náði . . . persónu . . . siglir til Gömlu hafnar.“ Er röddin þagnaði, mátti sjá bát- inn leggja af stað í suðurátt á fullri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.