Úrval - 01.09.1970, Page 74

Úrval - 01.09.1970, Page 74
72 ÚKVAL lífi þúsunda sárfátækra Eþíópíu- manna. Presturinn og ungi maðurinn fóru að ræða saman. Og Downey komst fljótt að því, að hérað þetta, Eri- trea, sem var eitt sinn yfirráða- svæði hinnar stórkostlegu drottn- ingar af Sheba, var nú fyrir löngu komið í megnustu niðurníðslu. Líf- ið hér var ömurlegt, og fjöldi lands- búa dó þegar á unga aldri, enda höfðu margir þeirra misst móðinn, en reyndu samt að draga fram lífið með því að rækta hinn þurra jarð- veg. Þarna fyrir fannst alls engin heilbrigðis- né læknisþjónusta. Barnadauðinn var einna hæstur í öllum heiminum. Farsóttir geisuðu þar alltaf öðru hverju, og féllu landsbúar jafnan fyrir þeim í hundraðatali. „Eina ráðið til þess, að fólkið megni að rísa upp úr eymd sinni, er að veita því menntun", sagði presturinn hnugginn í bragði. En menntunarmöguleikar í þorpinu voru alls engir, og allar tilraunir fólksins til þess að koma á fót skól- um höfðu mistekizt. Þegar þeir komu til þorpsins Shinnara, benti presturinn á rústirnar af kofa, sem gerður hafði verið úr .leir og strái. „Þetta eru nú leifarnar af skólan- um okkar“, sagði hann. „Monsún- regnið skolaði honum burt, og fólk- iS er orðið svo vonsvikið, að það megnar ekki að reyna aftur“. Hugh Downey fann, að vellíðun- arkenndin var nú á bak og burt, er hann kom aftur til herfjarskipta- stöðvarinnar í Asmara. Hann gat ekki gleymt ömurleikakenndinni, er hafði gripið hann, þegar hann gerði sér grein fyrir því, að fálm- kenndar tilraunir þorpsbúa til þess að veita börnum sínum einhverja menntun höfðu algerlega mistek- izt. Downey fann, að hann var smám saman að taka miskilsverða ákvörð- un. Hann ákvað, að með einhverj- um ráðum skyldi hann hjálpa þeim til þess að reisa skólahús, sem stað- izt gæti monsúnregnið. Downey er nú ekki lengur í hern- um. En hann er samt enn í Eþíópíu. Hann er alls staðar þekktur í Eri- treu undir nafninu „Herra Hugh“. Og hann hefur þegar afrekað alveg ótrúlega miklu. Síðustu sjö árin hefur hann hleypt af stokkunum fjölda mörgum áætlunum, sem miða að því, að fá landsbúa til þess að hjálpa sér sjálfir. Og þessi sameig- inlega viðleitni hans og þeirra er að gerbylta lífi þúsunda Eþíópíu- manna. Af afrekum þessum má nefna tíu sterkbyggða þorpsskóla, munaðarleysingjahæli fyrir 100 munaðarleysingja, en í tengslum við það er dagheimili fyrir aðra 150, fæðingardeild, sem hefur þeg- ar bjargað lífi mæðra og barna þeirra svo að hundruðum skiptir, enn fremur 5000 binda almennings- bókasafn og myndarleg't 75 rúma sjúkrahús. Þar að auki hefur hann kennt fólkinu að grafa brunna. Hann hefur barizt gegn mýrarköldu- faröldrum, gert jarðyrkjutilraunir til þess að hjálpa þorpsbúum til að bæta og auka uppskeruna og út- býtt matvælum og fatnaði í tonna- tali meðal fátæklinga. Þessi sýnilegu afrek Downeys til hagsbóta fyrir Eþíópíumenn eru að vísu mikilsverð. En samt er annað
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.