Úrval - 01.09.1970, Side 77

Úrval - 01.09.1970, Side 77
TVÍTUGUR ATHAFNAMAÐUR í EÞÍÓPÍU 75 ið hús í Keren „til þess að verða nær viðfangsefnum sínum“ og þar hefði hann orðið var við aðkallandi þörf þorpsbúa, sem honum fannst, að yrði að fullnægja. Dag einn sá hann óvenjulega tötralegan og illa útlítandi flækingsdreng á reiki í Keren, matarlausan og heimilis- lausan. Hugh fór heim með hann. Að nokkrum dögum liðnum var hús Hughs orðið fullt af munaðarlaus- um börnum. „Við erum nú með 20 munaðar- leysingja á okkar snærum", skrif- aði Hugh föður sínum. „Bæjarstjór- inn hefur boðizt til þess að gefa okkur byggingarlóð, ef ég vilji reisa lítið munaðarleysingjahæli fyrir þessi börn. Hæli, sem væri nægilega stórt, mundi kosta 3000 dollara. Ég hef sparað 1500 dollara af laununum mínum. Langar þig til þess að leggja sömu upphæð í púkkið? (P.S.: Við erum byrjaðir að reisa hælið!)“ Hugh skildi munaðarleysingjana sína eftir í umsjá Siums og flaug heim til þess að hitta nú í fyrsta skipti þá íbúa Kansas City, sem lagt höfðu fé af mörkum líkt og faðir hans. Þessir menn urðu stór- hrifnir af því, sem Hugh sagði þeim frá framkvæmdunum í Eþíópíu. Þeir stofnuðu samstundis samtök, sem voru skattfrjáls, enda ekki stofnuð í gróðaskyni. Og strengdu þeir þess heit, að samtök þessi skyldu styðja framkvæmdir Hughs í Eþíópíu. Að undirlagi hans hlutu samtökin nafnið „Lalmbasamtök- in“ eftir fialli einu nálægt Keren, en nafn þess merkir „staður vonar og verndar“. Allt það fé, sem aflað er af samtökum þessum, rennur til framkvæmda Hughs í Eþíópíu. Sjálfboðaliðar sjá um allt bókhald, og er ekki um að ræða neinn kostn- að við reikningshald eða stjórn samtakanna. Meðlimirnir leggja allt slíkt af mörkum ókeypis. Stofnun „Lalmbasamtakanna (framborið ,,Lah-lum-ba“) var sem „manna“ af himnum ofan fyrir Hugh. Edward G. Mura, formaður samtakanna, sem er framkvæmda- stjóri hjá vátryggingarfélagi, hefur þetta að segja um framkvæmda- semi og dugnað Hughs: „Við erum ekki fyrr byrjaðir á því að safna fé eða efni fyrir einhverja fram- kvæmd Hughs en hann tilkynnir okkur, að hann „sé kominn af stað með svolítið nýtt“. Sumar áætlan- ir hans virðast fyrst í stað alveg óframkvæmanlegar. En okkur hef- ur samt lærzt að fella ekki of fljótt dóm um þær. Engin áætlun hans hefur misheppnazt enn þá“. „MEKKA“ HINNA SJÚKU. Hugh fékk gamla bernskuvin- konu sína, Mörthu Rose Meagher, til þess að játast sér, áður en hann sneri aftur til Eþíópíu. Hann gekk að eiga þessa grönnu, dökkhærðu stúlku, og að nokkrum vikum liðn- um voru þau komin á leið til Ker- en. Þau tóku með sér- heilmiklar birgðir af lyfjum, sem lyfjaverk- smiðia í Kansas City hafði gefið, og uppdrætti að munaðarleysingjahæl- inu, sem arkitektafyrirtæki eitt í borginni hafði unnið fyrir Hugh al- veg ókeypis. Byggingu munaðarleysingjahæl- isins lauk á nokkrum mánuðum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.