Úrval - 01.09.1970, Side 82

Úrval - 01.09.1970, Side 82
80 ÚRVAL skipið hallaðist á stjórnborða, — okkar síðu. Svo var eins og allur klefinn færi í rusl. Hurðin hrökk af hjörunum og féll inn úr dyrun- um, slökkvitækið skall á gólfið og sprakk, en stór fataskápur fór yfir í vegg hinum megin. María vaknaði og hljóðaði af hræðslu. Ég brauzt gegnum allan óskapnaðinn en þá lokaði fataskáp- urinn leiðinni til dóttur minnar. Ég tók á af öllu afli, en gat ekki bifað skápnum. Þá kviknuðu ljósin snögg- lega á ný og ég fann svolitla rifu sem ég gat þrengt mér gegnum. Ég náði í Maríu og þrýsti henni að mér. Mamma er hjá þér, sagði ég í huggunarrómi. -— Það er ekkert að óttast.... Samt þóttist ég viss um að við værum í yfirþyrmandi hættu. Efnalögurinn úr slökkvitækinu var út um allt og við fengum hósta af því. María greip andann á lofti, — við urðum að komast héðan svo fljótt sem kostur var á. Ég lagðist á bakið og gat troðið mér út um rifuna með Maríu ofan á mér. Þegar við vorum komnar fram á gólfið, skreið ég að stiganum með Maríu á bakinu. Skipið hallaðist nú svo mikið að ómögulegt var að standa uppréttur. Allt í einu varð mér hugsað til björgunarbeltanna, en ég þorði ekki að snúa aftur til að sækja þau. Ut- an úr ganginum kváðu við hávær óp og ég var ekki í efa um að skip- ið var að síga í sjó. Ég var alls- nakin, nema í örþunnum buxum. Ég gerði ráð fyrir að skipsmenn myndu hjálpa mér, ef ég kæmist út úr klefanum, eða einhverjir karl- menn meðal farþeganna. En þá von missti ég alveg er ég sá þau ofboðs- legu ósköp sem á gengu. ÓGNARÆÐI Mýgrútur af trylltum farþegum barðist um að ná stiganum og vildu allir verða fyrstir. Allir skriðu upp skáhallt gólfið og margir tróðust undir í æðisganginum. Gömul kona sat á gólfinu með brákaðan fót og grátbað um hjálp. Þrír þreknir karlmenn þustu framhjá án þess að líta við henni og gengu blátt áfram ofan á gömlu konuna. Aðrir hrundu konum og börnum til hliðar á flótta sínum til björgunarinnar. Ekki sást einn einasti maður af áhöfn skips- ins í öllum ganginum. Ósköpin í stiganum voru svo ægi- leg að vonlaust virtist að komast þá leið. Karlar og konur klóruðu og rifu hvert annað, eins og villi- dýr, til þess að ná í handriðið. Börnum var hrint frá, sumum meir að segja af sínum eigin foreldrum! Einhver hrópaði í sífellu: —- Ég verð að komast hér áfram! Ég verð að komast áfram! Hann ólmaðist eins og fælinn hestur. Ég þrýsti mér upp að veggnum með Maríu á hælum mér og reyndi að þumlungast áfram í átt til stig- ans. Tveir stigapallar voru á leið- inni frá ferðafólksrýminu upp á A- þilfarið. Og bátaþilfarið með björg- unarbátunum var fjórum hæðum ofar. Þangað þurftum við að kom- ast. Nú fór líka sjór að skvettast nið- ur stigann, —■ sjór og olía. Allt varð hált og sleipt og möguleikar til uppgöngu minni en áður.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.