Úrval - 01.09.1970, Side 82
80
ÚRVAL
skipið hallaðist á stjórnborða, —
okkar síðu. Svo var eins og allur
klefinn færi í rusl. Hurðin hrökk
af hjörunum og féll inn úr dyrun-
um, slökkvitækið skall á gólfið og
sprakk, en stór fataskápur fór yfir
í vegg hinum megin.
María vaknaði og hljóðaði af
hræðslu. Ég brauzt gegnum allan
óskapnaðinn en þá lokaði fataskáp-
urinn leiðinni til dóttur minnar. Ég
tók á af öllu afli, en gat ekki bifað
skápnum. Þá kviknuðu ljósin snögg-
lega á ný og ég fann svolitla rifu
sem ég gat þrengt mér gegnum. Ég
náði í Maríu og þrýsti henni að
mér.
Mamma er hjá þér, sagði ég í
huggunarrómi. -— Það er ekkert að
óttast.... Samt þóttist ég viss um
að við værum í yfirþyrmandi hættu.
Efnalögurinn úr slökkvitækinu
var út um allt og við fengum hósta
af því. María greip andann á lofti,
— við urðum að komast héðan svo
fljótt sem kostur var á. Ég lagðist
á bakið og gat troðið mér út um
rifuna með Maríu ofan á mér.
Þegar við vorum komnar fram á
gólfið, skreið ég að stiganum með
Maríu á bakinu. Skipið hallaðist nú
svo mikið að ómögulegt var að
standa uppréttur.
Allt í einu varð mér hugsað til
björgunarbeltanna, en ég þorði ekki
að snúa aftur til að sækja þau. Ut-
an úr ganginum kváðu við hávær
óp og ég var ekki í efa um að skip-
ið var að síga í sjó. Ég var alls-
nakin, nema í örþunnum buxum.
Ég gerði ráð fyrir að skipsmenn
myndu hjálpa mér, ef ég kæmist út
úr klefanum, eða einhverjir karl-
menn meðal farþeganna. En þá von
missti ég alveg er ég sá þau ofboðs-
legu ósköp sem á gengu.
ÓGNARÆÐI
Mýgrútur af trylltum farþegum
barðist um að ná stiganum og vildu
allir verða fyrstir. Allir skriðu upp
skáhallt gólfið og margir tróðust
undir í æðisganginum. Gömul kona
sat á gólfinu með brákaðan fót og
grátbað um hjálp. Þrír þreknir
karlmenn þustu framhjá án þess að
líta við henni og gengu blátt áfram
ofan á gömlu konuna. Aðrir hrundu
konum og börnum til hliðar á flótta
sínum til björgunarinnar. Ekki sást
einn einasti maður af áhöfn skips-
ins í öllum ganginum.
Ósköpin í stiganum voru svo ægi-
leg að vonlaust virtist að komast
þá leið. Karlar og konur klóruðu
og rifu hvert annað, eins og villi-
dýr, til þess að ná í handriðið.
Börnum var hrint frá, sumum meir
að segja af sínum eigin foreldrum!
Einhver hrópaði í sífellu: —- Ég
verð að komast hér áfram! Ég verð
að komast áfram! Hann ólmaðist
eins og fælinn hestur.
Ég þrýsti mér upp að veggnum
með Maríu á hælum mér og reyndi
að þumlungast áfram í átt til stig-
ans. Tveir stigapallar voru á leið-
inni frá ferðafólksrýminu upp á A-
þilfarið. Og bátaþilfarið með björg-
unarbátunum var fjórum hæðum
ofar. Þangað þurftum við að kom-
ast.
Nú fór líka sjór að skvettast nið-
ur stigann, —■ sjór og olía. Allt
varð hált og sleipt og möguleikar
til uppgöngu minni en áður.