Úrval - 01.09.1970, Side 84

Úrval - 01.09.1970, Side 84
82 ÚRVAL niður á A-Þilfarið örmagna af þreytu.... Þar rakst ég á hjálpsaman far- þega, og það var sá fyrsti þeirrar tegundar sem ég hef fyrirhitt síðan æðisgangurinn hófst. Hann tók eftir klæðleysi mínu, reif sig úr treyj- unni og vafði henni utan um okkur Maríu. É'g mundi blátt áfram ekki eftir því að ég var svo allsnakin. —- Ef við komumst til New York, get ég fengið hann aftur, sagði mað- urinn. Seinna varð ég þess vísari að í jakkavasanum voru tvö þúsund dollarar auk vegabréfs mannsins og annarra verðmæta. Við María skirðum nú eftir þil- farinu, þangað til við komumst inn í borðsalinn. Þar sátu hópar af kon- um og börnum meðfram veggjunum. Nú voru liðnar tvær klukkustundir síðan áreksturinn varð. Sumir álitu, að við hefðum rekizt á ísjaka eins og Titanic forðum. Við urðum ekki vör við neinn af áhöfninni og engar fyrirskipanir komu frá stjórn skips- ins. Sumir álitu að öll áhöfnin hlyti að vera við dælurnar. En grátandi kona endurtók í sífellu: Skipshöfnin hefur skilið okkur hér eftir til að deyja. Ég horfði sjálf á, þegar hún fór öll í bátana! Ef við hefðum bara vitað, að skip- ið myndi haldast á floti í hálfa ell- eftu stund og að skip streymdu að úr öllum áttum, hefði það án efa bjargað mörgum mannslífum. Ég hélzt ekki við inni og kom mér aftur út á þilfarið. Eftir óratíma sást til björgunarbáta. Konurnar börðust um að láta hala sig niður í bátinn. Þá gerðist það stundum, að karl- maður kom þjótandi hrinti konun- um frá og notaði kaðalinn fyrir sjálfan sig. Sumir biðu ekki einu sinni eftir reipinu, heldur stukku í sjóinn. Ég fann hvernig hallinn á skip- inu óx og heyrði sjóinn gjálfra niðri í iðrum þess. Skipið gat sokk- ið til botns á hverri stundu og þá hlutum við að dragast niður með því. Þá ásetti ég mér að láta Maríu síga niður. Ég tróð mér fram að borðstokknum. Þar stóðu tvær kon- ur, sín með hvorn kaðal. Þær höfðu látið mæður og börn síga niður, hvert sinn er björgunarbátur lagð- ist að. Þær skiptu sér ekkert af mér, svo ég tók kaðalinn af annarri þeirra. — Hvað ætlizt þér fyrir? spurði önnur þeirra. — Það er enginn bát- ur hér fyrir neðan. Þeir eru allir framá. . . . Ég skýrði þeim frá því að mig langaði til að láta Maríu síga nið- ur í þeirri von að einhver bátur kæmi auga á hana. Loks tókst mér að sannfæra þær um að mér væri alvara og þá hjálpuðu þær mér til þess. Á öðrum enda taugarinnar var lykkja. Brá ég henni nú utan um Maríu og herti að undir höndum hennar. Síðan brýndi ég rækilega fyrir henni að þrýsta olnbogunum fast inn að síðunum. Loks faðmaði ég hana að mér og sagði henni að nú kæmi góður maður og lofaði henni í bátsferð með sér. Skyldi þetta vera í síðasta sinn, sem ég
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.