Úrval - 01.09.1970, Page 92
90
um eldinguna með góðum árangri
og hefðu þeir notað þær aðferðir,
sem hann hefði stungið upp á í rit-
gerð, sem hann hafði skrifað fyrir
tveim árum. Hann komst að því, að
ritgerð þessi hafði verið þýdd á
nokkur erlend tungumál og vakti nú
ofboðslega athygli í Evrópu.
En Franklin var þegar tekinn að
hugsa um hina hagnýtu þýðingu
uppgötvunar sinnar. Síðar sama ár,
eða í október árið 1725, birti hann
fyrstu lýsingu sína á eldingarvaran-
um. Og það lýsir manninum vel, að
það fór eins í þetta skipti og þegar
hann hafði birt lýsingu á Franklin-
ofninum, gleraugnaglerj unum og
öðrum uppfinningum sínum. Hann
gaf mannkyninu hugmynd þessa án
þess að reyna nokkuð til þess að
tryggja sér einkaleyfisréttindi. Ekki
leið á löngu, þangað til eldingarvar-
ar Franklins voru orðnir algengir í
Fíladelfíu, Boston, London og París.
Á sjötta áratugi 18. aldarinnar
álitu flestir, að það byggi einhver
guðlegur máttur í eldingunni. Þeim
laust niður með ofboðslegum eyði-
leggingarkrafti, og því álitu menn
þar vera um að ræða hefnd reiðs
Guðs. Og menn báru því lotningu
fyrir manninum, sem hafði tamið
eldinguna. Immanuel Kant, mesti
heimspekingur þessa tíma, kallaði
Franklin Prometheus nútímans, sem
hefði dregið til sín eld af himnum
ofan. Frakklandskonungur sendi
Franldin sínar persónulegu ham-
ingjuóskir. Yaieháskólinn og Har-
vardháskólinn gerðu hann að heið-
ursrektor, og hann var kjörinn með-
limur í Konunglega félaginu, en í
ÚRVAL
það fengu aðeins inngöngu færustu
vísindamenn Englands.
„Heimspekingur rafmagnsins",
eins og nú var farið að kalla hann,
var orðinn einn af frægustu mönn-
um heims.
DRENGUR í FÍLADELFÍU
Maðurinn, sem hafði gert hinn
siðmenntaða hluta mannkyns alger-
lega forviða, hafði orðið að hætta
skólagöngu eftir tveggja vetra
barnaskólanám. Benjamín Franklin
fæddist í Boston árið 1706. Hann var
yngsti sonur Joshiah Franklin, sem
var kertasteypari og sápugerðar-
maður og 17 barna faðir. Joshiah
gerði sér grein fyrir því, að hann
hefði ekki efni á að senda neinn
sona sinna í menntaskóla eða há-
skóla, jafnvel ekki einn af þeim.
Hann setti Benjamín til þess að læra
kerta- og sápugerðariðn í vinnu-
stofu sinni. En drengurinn gerði
honum skiljanlegt, að hann hataði
þetta starf. Hann hótaði jafnvel að
strjúka að heiman og fara á sjóinn.
Þegar Benjamín var orðinn tólf
ára, fór hann því að vinna hjá James
bróður sínum, sem gaf út dagblað. í
frístundum sínum hóf Benjamín
sjálfsnám af miklu kappi. Hann las
hverja þá bók, sem hann náði í.
Þegar hann var orðinn sextán ára,
hafði hann tileinkað sér svo snilld-
arlega fyndinn ritstíl, að hann ákvað
að leika svolítið á bróður sinn.
Benjamín grunaði, að James
mundi ekki birta neina ritsmíð eftir
yngri bróður sinn. Því skrifaði
Benjamín ritgerð eina, breytti rit-
höndinni og merkti hana með dul-
nefni. Svo stakk hann henni undir