Úrval - 01.09.1970, Page 93
MAÐURINN SEM ÓGNAÐI ELDINGUNNI
91
útidyrahurð prentsmiðjunnar eitt
kvöldið. Þar var um að ræða háð-
skrif, þar sem úði og grúði af eitr-
uðum athugasemdum um siðu og
siðgæði íbúa Massachusettsflóaný-
lendunnar. James birti hana og 13
aðrar ritgerðir af svipuðu tagi í dag-
blaði sínu, New England Courant,
áður en Benjamín hafði skýrt hon-
um frá því, að hann væri hinn
óþekkti höfundur þeirra.
Háðskrif þessi vöktu geysilega at-
hygli, og menn urðu að viðurkenna
ritsnilld höfundar. James Franklin
var ekkert um þá miklu athygli, sem
vinir hans á sviði blaðaútgáfu og
bókmennta veittu Benjamín. Brátt
kom að því, að bræðurnir áttu í
stöðugum illdeilum, og oft batt
James enda á deilurnar með því að
berja hann. Það leið samt ekki á
löngu, þangað til Benjamín brauzt
undan handarjaðri bróður síns.
Hann fór burt að heiman og hélt til
Fíladelfíu, en þá stóð sú borg í mest-
um blóma í Ameríku.
Hann var aðeins IV ára að aldri
og því lítt veraldarvanur. Hann átti
til að bera hugrekki sakleysingjans,
sem þekkir ekki heiminn. Hann tók
sér far með skipi til New Yorkborg-
ar. Þaðan hélt hann labbandi þvert
yfir New Jersey og kom til Fíladel-
fíu, þessarar stórborgar kvekaranna,
hungraður og örmagna, enda átti
hann þá ekki nema einn dollara og
nokkur cent í vösum sínum. Þegar
þangað kom, keypti hann þrjú
geysistór brauð og byrjaði að leita
fyrir sér í borginni og stýfði brauð
úr hnefa á göngu sinni. Hann gekk
þá meðal annars fram hjá Deboru
Read, sem átti eftir að verða eigin-
kona hans. Hún stóð í útidyrunum
á heimili sínu, er hann labbaði eftir
götunni.
Benjamín tókst að krækja sér í
starf sem prentari, og brátt bar
fundum hans og kaupmannsdóttur-
innar Deboru saman. Hún varð ást-
fangin af honum, en Benjamín daðr-
aði bara við hana í fyrstu án þess
að skeyta nokkuð um tilfinningar
hennar. Honum fannst margt vera
meira spennandi keppikefli en
hjónabandið. Árið 1724 hitti hann
Sir William Keith að máli, en það
var hinn nýi nýlendustjóri Pennsyl-
vaniu. Hann lofaði að hjálpa Benja-
mín til þess að koma sinni eigin
prentsmiðju á laggirnar, ef hann
vildi fara til Englands og kaupa þar
vélar og annan útbúnað. Franklin
hélt af stað í þessa innkaupaférð við
allra fyrstu hentugleika, þótt De-
bora væri alveg í öngum sínum
vegna brottfarar hans.
Sendiför þessi mistókst með öllu.
Keith hafði sagt Franklin, að hann
skyldi kaupa tæki þessi gegn láns-
kjörum, en Franklin komst fljótt að
því, að nýlendustjórinn átti alls
ekkert lánstraust í Bretlandi. Nú
var illa ástatt fyrir Franklin. Hann
var næstum alveg peningalaus í ó-
kunnu landi og neyddist hann því
fljótlega til að hefja vinnu sem að-
stoðarprentari í prentsmiðju. Hann
dvaldi í Englandi og hafði öðlazt
mikla lífsreynslu, þegar hann sneri
aftur heim til Fíladelfíu.
Fram til þessa tíma hafði Frank-
lin verið mikill efasemdarmaður í
trúmálum. Og margir vinir hans
voru algerir fríhyggjumenn á bví
sviði, sem gagnrýndu trúarbrögðin