Úrval - 01.09.1970, Page 93

Úrval - 01.09.1970, Page 93
MAÐURINN SEM ÓGNAÐI ELDINGUNNI 91 útidyrahurð prentsmiðjunnar eitt kvöldið. Þar var um að ræða háð- skrif, þar sem úði og grúði af eitr- uðum athugasemdum um siðu og siðgæði íbúa Massachusettsflóaný- lendunnar. James birti hana og 13 aðrar ritgerðir af svipuðu tagi í dag- blaði sínu, New England Courant, áður en Benjamín hafði skýrt hon- um frá því, að hann væri hinn óþekkti höfundur þeirra. Háðskrif þessi vöktu geysilega at- hygli, og menn urðu að viðurkenna ritsnilld höfundar. James Franklin var ekkert um þá miklu athygli, sem vinir hans á sviði blaðaútgáfu og bókmennta veittu Benjamín. Brátt kom að því, að bræðurnir áttu í stöðugum illdeilum, og oft batt James enda á deilurnar með því að berja hann. Það leið samt ekki á löngu, þangað til Benjamín brauzt undan handarjaðri bróður síns. Hann fór burt að heiman og hélt til Fíladelfíu, en þá stóð sú borg í mest- um blóma í Ameríku. Hann var aðeins IV ára að aldri og því lítt veraldarvanur. Hann átti til að bera hugrekki sakleysingjans, sem þekkir ekki heiminn. Hann tók sér far með skipi til New Yorkborg- ar. Þaðan hélt hann labbandi þvert yfir New Jersey og kom til Fíladel- fíu, þessarar stórborgar kvekaranna, hungraður og örmagna, enda átti hann þá ekki nema einn dollara og nokkur cent í vösum sínum. Þegar þangað kom, keypti hann þrjú geysistór brauð og byrjaði að leita fyrir sér í borginni og stýfði brauð úr hnefa á göngu sinni. Hann gekk þá meðal annars fram hjá Deboru Read, sem átti eftir að verða eigin- kona hans. Hún stóð í útidyrunum á heimili sínu, er hann labbaði eftir götunni. Benjamín tókst að krækja sér í starf sem prentari, og brátt bar fundum hans og kaupmannsdóttur- innar Deboru saman. Hún varð ást- fangin af honum, en Benjamín daðr- aði bara við hana í fyrstu án þess að skeyta nokkuð um tilfinningar hennar. Honum fannst margt vera meira spennandi keppikefli en hjónabandið. Árið 1724 hitti hann Sir William Keith að máli, en það var hinn nýi nýlendustjóri Pennsyl- vaniu. Hann lofaði að hjálpa Benja- mín til þess að koma sinni eigin prentsmiðju á laggirnar, ef hann vildi fara til Englands og kaupa þar vélar og annan útbúnað. Franklin hélt af stað í þessa innkaupaférð við allra fyrstu hentugleika, þótt De- bora væri alveg í öngum sínum vegna brottfarar hans. Sendiför þessi mistókst með öllu. Keith hafði sagt Franklin, að hann skyldi kaupa tæki þessi gegn láns- kjörum, en Franklin komst fljótt að því, að nýlendustjórinn átti alls ekkert lánstraust í Bretlandi. Nú var illa ástatt fyrir Franklin. Hann var næstum alveg peningalaus í ó- kunnu landi og neyddist hann því fljótlega til að hefja vinnu sem að- stoðarprentari í prentsmiðju. Hann dvaldi í Englandi og hafði öðlazt mikla lífsreynslu, þegar hann sneri aftur heim til Fíladelfíu. Fram til þessa tíma hafði Frank- lin verið mikill efasemdarmaður í trúmálum. Og margir vinir hans voru algerir fríhyggjumenn á bví sviði, sem gagnrýndu trúarbrögðin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.