Úrval - 01.09.1970, Side 94
92
ÚRVAL
MANÚS SIGURÐSSON,
BLAÐAMAÐUR
Magnús Sigurðsson er fæddur
í Reykjavík 1. mai 1936. For-
eldrar -hans eru Sigurður Magn-
ússon og Ragnheiður Einars-
dóttir. Hann lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum I Reykja-
vík 1956 og 'lögfræðiprófi irá
Háskóla Islands 1963. Hann
stundaði nám í sagnfræði og
bókmenntum við E'dinborgar-
háskóla 1957—1958 og í bók-
menntum við háskólann í
Köln sumarið 1959. Hann var
kennari við Flensborgarskólann
í Hafnarfirði 1958—59 og gerð-
ist að loknu lögfræðiprófi full-
trúi hjá sýslumanninum í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu. Nokkru
síðar gerðist hann blaðamaður
við Morgunblaðið og hefur ver-
ið það síðan. Hann skrifar að-
ailega um erlend málefni og
varð kunnur fyrir greinar um
Tékkóslóvakíu, en þar var hann
staddur, iþegar innrásin var
gerð fyrir tveimur árum.
óspart. En nú fór Franklin að hugsa
meira um þessi mál en áður og end-
urmeta afstöðu sína í þeim efnum.
Um þetta tímabil skrifar hann á eft-
irfarandi hátt í sjálfsævisögu sinni:
„Ég varð sannfærður um, að eitt
hið þýðingarmesta væri sannleikur,
einlægni og hreinskiptni í öllum
skiptum manna á meðal.“ Hann bjó
til lista yfir ákvarðanir og reglur á
sviði siðgæði og reyndi að lifa al-
gerlega eftir þeim.
Það var alls ekki auðvelt. Hann
var of fátækur til þess að hafa efni
á að giftast, og lenti hann í ástar-
ævintýri með konu einni af lágum
stigum. Ó1 hún honum óskilgetinn
son. Franklin gekkst hiklaust við
drengnum og tók á sig fjárhagslega
ábyrgð af uppeldi hans. Hann gaf
honum nafnið William. En þessi
reynsla varð til þess, að hann gerði
sér grein fyrir því, að hann yrði að
giftast sem fyrst, áður en hann léti
undan fleiri freistingum af slíku
tagi.
Er hér var komið málum, hafði
hann stofnsett sína eigin prent-
smiðju. Og nú hafði hann mikla þörf
fyrir eiginkonu, sem gæti orðið hon-
um hjálparhella í starfinu. Smám
saman rann það upp fyrir honum,
að bezta konuefnið, sem hann ætti
kost á, væri engin önnur en Debora.
Hún var nú orðin „grasekkja“. Hafði
hún orðið fyrir barðinu á auðnu-
leysingja einum, sem hafði svo yfir-
gefið hana. Debora varð ósegjanlega
þakklát, þegar Franklin bað hennar.
Og eftir giftinguna leyfði hún eigin-
manni sínum að taka William inn á
heimilið.