Úrval - 01.09.1970, Side 95
MAÐURINN SEM ÓGNAÐI ELDINGUNNI 93
KÁSSA í KVÖLDMATINN
Eftir nokkur ár í hjónabandinu
var Franklin orðinn helzti útgef-
andi, ritstjóri og skriffinnur í Ame-
ríku. Grundvöllurinn undir vel-
gengni hans var blaðið „Pennsyl-
vania Gazette", sem naut fljótlega
mestrar útbreiðslu allra blaða, sem
gefin voru út í brezku nýlendunni.
Ekki gekk útgáfa „Almanaksins
hans fátæka Ríkharðs" (Poor Ric-
hard’s Almanack) síður, en af því
seldust hvorki meira né minna en
10.000 eintök á ári. Bæði í almanak-
inu og blaðinu lét Franklin gamm-
inn geysa í fjölmörgum greinum og
ritgerðum, sem leiftruðu af snilldar-
legri kímni.
„Pennsylvania Gazette“ birti
reglulega bréf frá ýmsum „tilbún-
um“ persónum, sem urðu óskaplega
vinsælar. Þar má nefna Anthony
Afeterwit, sem átti svo eyðslusama
eiginkonu, að hún gerði hann gjald-
þrota, einnig skassið Celiu Single
og kjaftakindina Alice Addertongue
(Eiturtungu), sem var sérfræðingur
í öllu því, sem snerti róg og slúður
kvenna. Richard Saunders vesling-
urinn, hinn frægasti af þessum per-
sónum Franklins, lét frá sér fara
ýmiss konar spár, sem voru dýrleg
skopstæling á spám annarra alman-
aka, t.d. þessar:
Af sjúkdómum þessa árs er
það að segja, að hinir stein-
blindu skulu sjá, en mjög lítið,
hinir heyrnarlausu skulu heyra,
en mjög illa, og hinir mállausu
skulu tala, en með mjög litlum
tilþrifum.
r
ÍVAR H. JÖNSSON,
RITSTJÓRI
ívar H. Jónsson er fæddur 28.
september 1927 i Reykiavik.
Foreldrar hans eru Jón ívars-
son og Aðalheiður Ólafsdóttir.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1947 og lög.fræðiprófi frá Há-
skóla Islands 1953. Sama ár
gerðist hann blaðamaður við
Þ.ióðvil.iann. Hann varð frétta-
stjóri blaðsins 1959 og ritstjóri
bess 1963 og 'hefur gegnt þvi
starfi síðan. Árið 1954 rak hann
um skeið lögfræðiskrifstofu í
Reykjavík í félagi við Inga R.
Helgason. ívar hefur gegnt
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
Blaðamannafélag Islands og
verið formaður þess. Hann er
kvæntur Ragnihildi Rósu Þór-
arinsdóttur.