Úrval - 01.09.1970, Page 96

Úrval - 01.09.1970, Page 96
94 TJRVAL Af uppskeru jarðarinnar er það að segja, að appelsínutrjánum í Grænlandi mun farnast verr vegna kuldanna. Hvað hafra snertir munu þeir koma að miklu gagni fyrir hesta .... Franklin skreytti einnig blað sitt, almanak og önnur rit með fjölda leiftrandi málshátta og orðskviða úr öllum áttum, t.d. eftir þá La Rochefoucauld og Rabelais og úr biblíunni. Og oft betrumbætti hann þá. í ýmsum þeirra mátti greina vizku heimsmannsins, að vísu stundum dálítið skrumskælda: Fiskar og gestir fara að lykta eftir þrjá daga. Lélegasta hjól vagnsins gerir mestan hávaða. Hafðu augun galopin fyrir giftinguna, hálfopin upp frá því. En leiftrandi kímnigáfan var að- eins einn þáttur hins stórkostlega persónuleika, sem gerði Franklin að fremsta borgara Fíladelfíu. Hann hafði nú þegar komið á laggirnar óformlegum umræðuhópi, er hlaut heitið „Junto“. Hann útbjó spurn- ingalista, sem hafði að geyma 24 spurningar. Og voru þær lesnar á hverjum fundi. Ein hljóðaði á þessa leið: „Hefurðu orðið var við nokkra takmörkun á hinum réttmætu mannréttindum almennings upp á síðkastið?“ Málfundafélag þetta varð síðar öflugt stjórnmálatæki. Með hjálp félags þessa og blaðsins tókst Franklin að koma á laggirnar slökkviliði sjálfboðaliða og áskrif- endabókasafni, og var hvort tveggja hið fyrsta sinnar tegundar í Ame- ríku. Hann var líka helzti aflvakinn að baki Pennsylvaníusjúkrahússins og Akademíu Fíladelfíu, sem varð síðar að Pennsylvaníuháskóla. Hann hjálpaði til við að skipuleggja fyrsta landvarnarlið nýlendunnar og var einn helzti hvatamaður að sérstakri seðlaútgáfu hennar. Hann var póstmeistari Fíladelfíu í 16 ár samfleytt, en hann tók það starf til þess að vernda hagsmuni dagblaðs síns. (Það var þá venja póstmeistara að leyfa aðeins póst- sendingar dagblaða, sem þeir sjálf- ir gáfu út, en ekki annarra). Árið 1753 var hann svo útnefndur að- stoðarpóstmálastjóri Norður-Ame- ríku. Og tók hann nú til að endur- skipuleggja allt póstmáíakerfið frá rótum. Endurbætur hans voru ekki skornar við nögl. Hann stytti send- ingartíma bréfa milli Boston og Fíladelfíu úr 6 vikum í 3. Hann leyfði póstsendingar allra dagblaða án tillits til þess, hverjir útgefend- urnir væru. Hann lét reisa mílu- steina við póstleiðirnar, svo að hin- ir ríðandi bréfberar gætu betur fylgzt með því, hvernig þeim sækt- ist yfirferðin. Hann gerði áætlanir um nýja vegi, ný vöð á ám og nýjar ferjur. Á þrem árum hafði honum tekizt að hrinda í framkvæmd stór- kostlegum endurbótum á sviði póst- þjónustunnar. Og fjórða árið gaf hún af sér hagnað í fyrsta skipti í sögu sinni. Hinn aðlaðandi persónuleiki Franklins gerði það að verkum, að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.