Úrval - 01.09.1970, Side 100

Úrval - 01.09.1970, Side 100
98 ÚRVAL verið kosinn á Pennsylvaníuþing í fjarveru sinni í Lundúnum. Og nú geisaði ný styrjöld við Indíána við vesturlandamæri nýlendanna New York, Pennsylvaníu og Virginíu. Það var ekki liðið nema tæpt ár frá heimkomu Franklins, þegar gamla skattheimtuvandamálið skaut upp kollinum að nýju, en nú höfðu ný- lendurnar mikla þörf fyrir skatta- tekjur til varnarmála. Núna samdi Franklin skattafrum- varp, sem var í algeru samræmi við samningana, sem gerðir höfðu verið í þessu efni í Englandi. Það olli honum mikillar -gremju, þegar hann komst að því, að Pennklíkan neitaði að greiða nokkra skatta eða gjöld af milljónum ekra fram yfir allra lægstu skatta og gjöld sem greidd voru af lélegasta landinu í nýlend- unni. Franklin fylltist mikilli reiði. Honum tókst að knýja frumvarp í gegnum þingið, þar sem konungur var beðinn um að taka stjórn Penn- sylvaníunýlendunnar úr höndum Pennættarinnar og setja nýlenduna undir beina stjórn sína. Enn sam- þykkti þingið. að senda Franklin til Englands sem sérstakan sendiboða sinn. Hann féllst á að fara, þar eð hann var ákveðinn í að útkljá þetta mál í eitt skipti fyrir öll. Hann full- vissaði Deboru um, að hann kæmi aftur að 12 mánuðum liðnum. Þ. 7. nóvember árið 1764 reið hann af stað til bæjarins Chester við Delawareána í fylgd með 300 vinum sínum. Þar beið skipið „Prússakon- ungur“ hans. Það kváðu við fall- byssuskot honum til heiðurs, er hann steig á skipsfjöl, en fallbyssur þessar höfðu verið fengnar að láni í hergagnabúri Fíladelfíu í þessu augnamiði. Hópurinn, sem kominn var saman til þess að kveðja hann, söng brezka þjóðsönginn „Guð verndi konunginn“ í nokkuð breyttu formi: Guð blessi Georg kóng, Guð blessi Franklin vorn, gangi honum vel... Franklin sigldi af stað til Eng- lands næsta dag. Hann hafði alls ekkert hugboð um hið langa ævin- týri, sem beið hans ... BRÉF AÐ HEIMAN Franklin flýtti sér til hússins númer 7 við Cravenstræti, þegar hann kom til Lundúna, en í húsi því hafði hann dvalið í síðustu heim- sókn sinni til Englands. Þetta var þægilegt leiguhúsnæði nálægt þing- húsinu, og það var orðið að eins konar miðstöð fyrir vini hans og stuðningsmenn. En gestir þeir, sem heimsóttu hann nú í húsið við Cravenstræti, færðu honum ógnvænlegar fréttir. Amerískir sendiboðar, mennirnir, sem nýlendurnar höfðu útnefnt til þess að starfa sem fulltrúar þeirra í Lundúnum, skýrðu honum frá því, að brezka þingið væri í þann veginn að samþykkja stimpilsgjaldslög, en samkvæmt þeim yrði þess krafist af Ameríkumönnum, að þeir greiddu beina skatta til brezka þingsins. Þeir sögðu, að það yrði krafist konung- legs stimpils á öll lögleg skjöl, allt frá skírteinum og vottorðum, út- gefnum af lögfræðingum, til leyfis- bréfa. Franklin var furðu lostinn. Að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.