Úrval - 01.09.1970, Side 100
98
ÚRVAL
verið kosinn á Pennsylvaníuþing í
fjarveru sinni í Lundúnum. Og nú
geisaði ný styrjöld við Indíána við
vesturlandamæri nýlendanna New
York, Pennsylvaníu og Virginíu. Það
var ekki liðið nema tæpt ár frá
heimkomu Franklins, þegar gamla
skattheimtuvandamálið skaut upp
kollinum að nýju, en nú höfðu ný-
lendurnar mikla þörf fyrir skatta-
tekjur til varnarmála.
Núna samdi Franklin skattafrum-
varp, sem var í algeru samræmi við
samningana, sem gerðir höfðu verið
í þessu efni í Englandi. Það olli
honum mikillar -gremju, þegar hann
komst að því, að Pennklíkan neitaði
að greiða nokkra skatta eða gjöld af
milljónum ekra fram yfir allra
lægstu skatta og gjöld sem greidd
voru af lélegasta landinu í nýlend-
unni.
Franklin fylltist mikilli reiði.
Honum tókst að knýja frumvarp í
gegnum þingið, þar sem konungur
var beðinn um að taka stjórn Penn-
sylvaníunýlendunnar úr höndum
Pennættarinnar og setja nýlenduna
undir beina stjórn sína. Enn sam-
þykkti þingið. að senda Franklin til
Englands sem sérstakan sendiboða
sinn. Hann féllst á að fara, þar eð
hann var ákveðinn í að útkljá þetta
mál í eitt skipti fyrir öll. Hann full-
vissaði Deboru um, að hann kæmi
aftur að 12 mánuðum liðnum.
Þ. 7. nóvember árið 1764 reið hann
af stað til bæjarins Chester við
Delawareána í fylgd með 300 vinum
sínum. Þar beið skipið „Prússakon-
ungur“ hans. Það kváðu við fall-
byssuskot honum til heiðurs, er
hann steig á skipsfjöl, en fallbyssur
þessar höfðu verið fengnar að láni
í hergagnabúri Fíladelfíu í þessu
augnamiði. Hópurinn, sem kominn
var saman til þess að kveðja hann,
söng brezka þjóðsönginn „Guð
verndi konunginn“ í nokkuð breyttu
formi:
Guð blessi Georg kóng,
Guð blessi Franklin vorn,
gangi honum vel...
Franklin sigldi af stað til Eng-
lands næsta dag. Hann hafði alls
ekkert hugboð um hið langa ævin-
týri, sem beið hans ...
BRÉF AÐ HEIMAN
Franklin flýtti sér til hússins
númer 7 við Cravenstræti, þegar
hann kom til Lundúna, en í húsi því
hafði hann dvalið í síðustu heim-
sókn sinni til Englands. Þetta var
þægilegt leiguhúsnæði nálægt þing-
húsinu, og það var orðið að eins
konar miðstöð fyrir vini hans og
stuðningsmenn.
En gestir þeir, sem heimsóttu
hann nú í húsið við Cravenstræti,
færðu honum ógnvænlegar fréttir.
Amerískir sendiboðar, mennirnir,
sem nýlendurnar höfðu útnefnt til
þess að starfa sem fulltrúar þeirra í
Lundúnum, skýrðu honum frá því,
að brezka þingið væri í þann veginn
að samþykkja stimpilsgjaldslög, en
samkvæmt þeim yrði þess krafist af
Ameríkumönnum, að þeir greiddu
beina skatta til brezka þingsins. Þeir
sögðu, að það yrði krafist konung-
legs stimpils á öll lögleg skjöl, allt
frá skírteinum og vottorðum, út-
gefnum af lögfræðingum, til leyfis-
bréfa.
Franklin var furðu lostinn. Að