Úrval - 01.09.1970, Síða 109

Úrval - 01.09.1970, Síða 109
MAÐURINN SEM ÓGNAÐI ELDINGUNNI 107 í svarbréfi sínu til William, sem var nokkuð kuldalegt, fullvissaði hann William um það, að hann gæti „varið allt, sem hann hefði skrifað". Hann sagðist hafa varað fólk í Bos- ton ákveðið við og ráðlagði því að „forðast allar ofsafengnar aðgerðir". Síðan skýrði hann William um- búðalaust frá því, hver afstaða hans væri í þessari sögulegu deilu: „Ég er vissulega þeirrar skoðunar, að brezka þingið hafi engan rétt til þess að samþykkja lög, sem séu bindandi fyrir nýlendurnar. Ég álít, að konungurinn einn sé stjórnandi nýlendnanna, en ekki konungurinn og þingmenn efri og neðri deildar í sameiningu. Og ég álít, að konung- urinn hafi hið eina löggjafarvald yf- ir nýlendunum í samráði við þing nýlendnanna sjálfra." Síðan kom sá hluti bréfsins, þar sem gætti dálítils kulda: „Ég veit, að skoðanir þínar eru aðrar en mín- ar í þessum efnum. Þú ert alger rík- isstjórnarmaður, sem ég er ekki hissa á, og hef ég ekki heldur i hyggju að reyna að breyta þeirri afstöðu þinni.“ Þegar þessi stolnu bréf voru birt í Boston, magnaðist misklíðin miili nýlendustjórans og nýlendubúa um allan helming. Nýlenduþingið sam- þykkti ályktun, sem send var Franklin, en í henni fór þingið þess á leit við konung, að þeir Hutchin- son og Oliver yrðu settir af. Franklin fékk það erfiða verk að afhenda Dartmouth lávarði ráð- herra amerískra mála, beiðni þessa. En afieiðingarnar af birtingu bréf- anna áttu eftir að verða enn alvar- legri. Bréfin voru nú einnig birt í dagblöðum Lundúna, og Franklin neyddist til þess að lýsa yfir því op- inberlega, að hann hefði komizt yfir þessi bréf og sent þau til Boston. Snemma árs 1774 frétti Franklin, að beiðni Massachusettsþings um frávikningu Hutchinson og Olivers ætti að verða tekin fyrir formlega hjá nefnd á vegum Leyndarráðs rík- isins. Hann hafði gert ráð fyrir því, að konungur mundi taka ákvörðun í máli þessu að undangengnum einka- viðræðum við meðlimi Leyndar- ráðsins. Daginn áður en beiðnin skyldi tekin fyrir, var Franklin svo tilkynnt, að lögfræðingur mundi koma fram fyrir hönd þeirra Hutc- hinson og Olivers. „Þessi mjög stutti fyrirvari virtist til þess ætlaður að koma okkur á óvart,“ sagði Frank- lin. Á hádegi þ. 11. janúar árið 1774 gekk Franklin til Hanaatsaltarins, þess hluta Whitehallhallar, sem hafði í rauninni verið notaður sem hanaatsvöllur á dögum Hinriks 8. Nú hélt Leyndarráð ríkisins reglu- lega fundi sína í sal þessum. Þetta var mjór salur, og var stór arinn í öðrum enda hans. Aðalsmennirnir sátu við isngt borð, sem náði frá arninum yfir í hinn enda salarins. Þegar Fraklin gekk inn í salinn, fann hann samstundis, að þar ríkti kuldi í hans garð. Við hliðina á sæti forseta Leyndarráðsins stóð Alex- ander Wedderburn, saksóknari kon- ungs. Hann var sá lögfræðingur, sem átti að verja þá Hutchinson og Oli- ver. Wedderburn var Skoti, grann- vaxinn og með kuldalegt augnaráð. Sagt var, að hann hefði „illskeytta" tungu, sem þjónaði hvaða málefni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.