Úrval - 01.09.1970, Page 117
MAÐURINN SEM ÓGNAÐI ELDINGUNNI
115
róma, að það væri „hættulegt fyrir
velferð Ameríku, ef nokkur nýlenda
sendi konungi sérstakt bænarskjal.“
Svo var skipuð nefnd til þess að
reyna að fá þing New Jerseynýlend-
unnar til þess að hætta við að senda
þessa bænarskrá.
William dvaldi í nýlendustjóra-
bústaðnum í nokkra mánuði í við-
bót, þótt mikill órói ríkti. Þ. 10. maí
árið 1776 afnam Meginlandsþingið
svo með skorinorðri yfirlýsingu alla
„eiða og hollustuyfirlýsingar“ við
brezku krúnuna og tilkynnti, að
ríkisstj órnarvaldið skyldi verða
„framkvæmt samkvæmt vilja fólks-
ins.“
William hlýtur að hafa vitað, að
endalokin nálguðust. l!n samt gaf
hann út skipun um, að þing New
Jerseynýlendunnar skyldi koma
saman, og var þar um ögrun að
ræða. Uppreisnarmenn höfðu nú
stofnað Héraðsþing New Jersey, og
ákvað það, að nú væri tími til þess
kominn að hefjast handa gegn syni
Benjamíns Franklins. Það krafðist
þess, að hann skyldi handtekinn.
í handtökuskipun þessari var svo
kveðið á um, að þeir, sem handtök-
una framkvæmdu, skyldu koma
fram af „háttvísi og linkind". Þeir
áttu líka að lýsa yfir því, að vildi
William Franklin nýlendustjóri
skrifa undir skuldbindingu, þar sem
hann skuldbyndi sig til þess að koma
vel fram og sýna engan mótþróa,
þá yrði honum leyft að setjast að á
búgarði, sem hann átti í Burlington.
En William Franklin sýndi engan
samvinnuvilja. Hann vísaði boðinu
um skuldbindingu á bug með fyrir-
litningu. Og hann neitaði að svara
nokkrum spurningum, þegar hann
var kallaður fyrir nefnd Héraðs-
þings New Jersey. Nefndin tilkynnti
Meginlandsþinginu, að William væri
„harður óvinur“, og þ. 24. júní ákvað
Meginlandsþingið loks, að „William
Franklin skyldi sendur Trumbull
nýlendustjóra (Connecticut) í fylgd
varðmanns“.
Engin gögn benda til þess, að
Franklin hafi átt nokkur bréfaskipti
við son sinn, eftir að hann var settur
í varðhald. Augsýnilega hafði hann
komizt á þá skoðun, að ekki væri
lengur unnt að brúa það bil, sem
myndazt hafði milli þeirra í stjórn-
málalegu tilliti, og því væri kulda-
leg þögn hið eina, sem til greina
kæmi.
„ÉG ER GAMALL
OG EINSKISNÝTUR“
Þennan erfiða tíma notaði Frank-
lin gigtarkast sem tylliástæðu til
þess að komast hjá því að sækja
þingfundi Meginlandsþingsins. Hann
tók því lítinn þátt í þeim ofsalegu
stj órnmálaátökum, sem áttu sér
stað, meðan Meginlandsþingið var
að sækja í sig veðrið til þess að taka
fullnaðarákvörðunina, þ.e. atkvæða-
greiðslu um algert sjálfstæði ný-
lendunum til handa. Franklin hafði
verið kosinn í nefnd, sem ótti að
útbúa hina formlegu Sj álfstæðisyf-
irlýsingu. Og það virðist hafa verið
rökrétt, að hann skyldi fenginn til
slíks vegna heimsfrægðar sinnar. En
hin harða afstaða sonar hans gegn
málstað nýlendnanna kom Franklin
í erfiða afstöðu og dró úr áhrifum
hans almennt sem talsmanns bylt-
ingarmanna. Því var Thomas Jeffer-