Úrval - 01.09.1970, Page 117

Úrval - 01.09.1970, Page 117
MAÐURINN SEM ÓGNAÐI ELDINGUNNI 115 róma, að það væri „hættulegt fyrir velferð Ameríku, ef nokkur nýlenda sendi konungi sérstakt bænarskjal.“ Svo var skipuð nefnd til þess að reyna að fá þing New Jerseynýlend- unnar til þess að hætta við að senda þessa bænarskrá. William dvaldi í nýlendustjóra- bústaðnum í nokkra mánuði í við- bót, þótt mikill órói ríkti. Þ. 10. maí árið 1776 afnam Meginlandsþingið svo með skorinorðri yfirlýsingu alla „eiða og hollustuyfirlýsingar“ við brezku krúnuna og tilkynnti, að ríkisstj órnarvaldið skyldi verða „framkvæmt samkvæmt vilja fólks- ins.“ William hlýtur að hafa vitað, að endalokin nálguðust. l!n samt gaf hann út skipun um, að þing New Jerseynýlendunnar skyldi koma saman, og var þar um ögrun að ræða. Uppreisnarmenn höfðu nú stofnað Héraðsþing New Jersey, og ákvað það, að nú væri tími til þess kominn að hefjast handa gegn syni Benjamíns Franklins. Það krafðist þess, að hann skyldi handtekinn. í handtökuskipun þessari var svo kveðið á um, að þeir, sem handtök- una framkvæmdu, skyldu koma fram af „háttvísi og linkind". Þeir áttu líka að lýsa yfir því, að vildi William Franklin nýlendustjóri skrifa undir skuldbindingu, þar sem hann skuldbyndi sig til þess að koma vel fram og sýna engan mótþróa, þá yrði honum leyft að setjast að á búgarði, sem hann átti í Burlington. En William Franklin sýndi engan samvinnuvilja. Hann vísaði boðinu um skuldbindingu á bug með fyrir- litningu. Og hann neitaði að svara nokkrum spurningum, þegar hann var kallaður fyrir nefnd Héraðs- þings New Jersey. Nefndin tilkynnti Meginlandsþinginu, að William væri „harður óvinur“, og þ. 24. júní ákvað Meginlandsþingið loks, að „William Franklin skyldi sendur Trumbull nýlendustjóra (Connecticut) í fylgd varðmanns“. Engin gögn benda til þess, að Franklin hafi átt nokkur bréfaskipti við son sinn, eftir að hann var settur í varðhald. Augsýnilega hafði hann komizt á þá skoðun, að ekki væri lengur unnt að brúa það bil, sem myndazt hafði milli þeirra í stjórn- málalegu tilliti, og því væri kulda- leg þögn hið eina, sem til greina kæmi. „ÉG ER GAMALL OG EINSKISNÝTUR“ Þennan erfiða tíma notaði Frank- lin gigtarkast sem tylliástæðu til þess að komast hjá því að sækja þingfundi Meginlandsþingsins. Hann tók því lítinn þátt í þeim ofsalegu stj órnmálaátökum, sem áttu sér stað, meðan Meginlandsþingið var að sækja í sig veðrið til þess að taka fullnaðarákvörðunina, þ.e. atkvæða- greiðslu um algert sjálfstæði ný- lendunum til handa. Franklin hafði verið kosinn í nefnd, sem ótti að útbúa hina formlegu Sj álfstæðisyf- irlýsingu. Og það virðist hafa verið rökrétt, að hann skyldi fenginn til slíks vegna heimsfrægðar sinnar. En hin harða afstaða sonar hans gegn málstað nýlendnanna kom Franklin í erfiða afstöðu og dró úr áhrifum hans almennt sem talsmanns bylt- ingarmanna. Því var Thomas Jeffer-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.