Úrval - 01.09.1970, Page 122
120
ÚRVAL
daginn gekk William á fund föður
síns.
Franklin var það ógerlegt að fyr-
irgefa syni sínum, er þeir stóðu
þarna augliti til auglits. Samtal
þeirra var fremur kuldalegt. Þeir
ræddu um fjármál sín. Að þeim um-
ræðum loknum hafði Franklin keypt
allar þær landareignir, sem William
átti í nýlendunum, og hjó þannig á
síðustu tengsl sonarins við Ameríku.
Franklin sýndi enga miskunn í þeim
samningum.
Franklin varð að greiða hátt gjald
fyrir að stuðla að því, að Ameríka
fengi sjálfstæði. Það gjald varð hann
að greiða með eigin hjartablóði, því
að það snerti þann ættingja, sem
verið hafði honum hjartfólgnastur.
Því var eins farið með Franklin og
Abraham í Gamla testamentinu.
Þess hafði verið krafizt af honum,
að hann fórnaði sínum eigin syni.
En munurinn var sá, að nú hafði
Drottinn ekki skorizt í leikinn og
aftrað honum að gera það.
HIN RÍSANDI SÓL
Það virtist sem allir Fíladelfíu-
búar væru saman komnir til þess
að taka á móti Franklin, þegar skip
hans lenti við hafnarbakkann í
Markaðsstræti. Ailar gagnstéttir
voru troðfullar. Allir buðu velkom-
inn þann eina mann, sem skipaði
svipaðan sess og George Washing-
ton í hjörtum samlanda sinna. Og
þeir fylgdust með því af miklum
fögnuði, þegar Sally, dóttir Frank-
iins, faðmaði hann að sér á þrepum
heimilis síns.
Hann sagði við vini sína, að hann
væri kominn heim aftur til þess að
eyða þeim fáu ævidögum, sem eftir
væru, við ýmsar frístundaiðkanir.
Hann sagðist nú ætla að vinna að
sjálfsævisögu sinni og ýmsum vís-
indalegum athugunum og tilraun-
um. En hann hafði komizt
að því innan eins sólarhrings,
að það var vonlaust fyrir hann að
reyna að sleppa úr klóm stjórn-
málanna. Pennsylvanía var sundur-
tætt af þrem öflum, sem börðust um
yfirráðin yfir fylkinu. Og öll þessi
öfl reyndu að fá Franklin til lið-
sinnis við sig. Tæpum mánuði eftir
heimkomuna var hann kosinn í
Framkvæmdaráð Pennsylvaníu og
gerðist svo forseti þess. Fylkisþing-
ið kaus hann síðan forseta fylkisins,
en embætti það samsvaraði nokkurn
veginn hinu núverandi fylkisstjóra-
embætti.
Það kom illa við Franklin, er hann
sá, að sambandið milli fylkjanna
hafði versnað ógnvænlega frá stríðs-
lokum. Nú varð vart við þá til-
hneigingu í hinum ýmsu fylkjum,
að þau létu sig ákvarðanir og fyrir-
mæli þjóðþingsins litlu skipta, en
héldu að mestu sínar eigin götur í
efnahagsmálum og stjórnmálum.
Smám saman varð það augljóst, að
Sambandslögin, sem stjórna átti
hinni nýfæddu þjóð eftir, voru hald-
lítil og jafngiltu næstum algeru
stjórnleysi. í aprílmánuði árið 1787
sendi Franklin sitt sögulega frétta-
bréf til Parísar: „Stjórnarskrá okk-
ar er almennt álitin gölluð, og hér
á að koma saman þing í næsta mán-
uði til þess að endurskoða hana og
bera fram tillögur um breytingar á
henni.“
Á Stjórnskrárþingi þessu neytti