Úrval - 01.09.1970, Síða 124

Úrval - 01.09.1970, Síða 124
122 ÚRVAL til þess að skapa að minnsta kosti ,,yfirborðssamkomulag“. Og leið- togar Stjórnarskrárþingsins sneru sér til Franklins í þessum tilgangi. Þ. 17. september árið 1787 komu þingfulltrúar saman í síðasta sinn. Og hin nýja stjórnarskrá var lesin upp fyrir þingfulltrúa. Síðan reis Franklin á fætur með skrifaða ræðu í hendi sér. Hann hafði þjáðzt af blöðrusteinum um hríð, og nú kvaldi þessi kvilli hans hann svo, að hann gat varla staðið á fótunum. Því bað hann einfaldlega leyfis að mega mæla nokkur orð af munni fram, en fékk síðan James Wilson frá Pennsylvaníu ræðuna til upplestrar. Hún var stíluð til George Washing- tons: Eg játa, að það eru nokkrir kaflar í þessari stjórnarskrá, sem ég er ekki samþykkur nú sem stendur. En, herra, ég er ekki viss um, að ég verði nokkru sinni samþykkur þeim, því að ég hef lifað lengi, og ég hef því oft neyðzt til þess að skipta um skoðun .... Því lýsi ég yfir samþykki mínu með þessa stjórnarskrá, herra, vegna þess að ég býst ekki við neinni betri og vegna þess að ég er ekki viss um, að hún sé ekki sú bezt.a, sem hœgt er að fá. Skoðunum þeim, sem ég hef á GÖLLUM hennar, fórna ég vegna almenningsheilla. Ég hef aldrei látið hafa þœr eftir mér utan þings. Þœr mynduðust. innan þessa þings, og hér munu þœr oefa upp öndina. Franklin bað þá aðra þingfulltrúa þess innilega, að þeir færu að dæmi hans. Hann vissi, að meirihluti þing- fulltrúa hvers fylkis á Stjórnar- skrárþinginu studdi stjórnarskrána. Og hann bar fram tillögu, þar sem stungið var upp á því, að allir þing- fulltrúar undirrituðu stjórnarskrána sem tákn um samþykki sitt. Tillag- an var samþykkt með tíu atkvæð- um gegn engu. Og þannig náðist „yfirborðssamkomulag“. Þegar þingfulltrúar gengu að borði Washington til þess að undir- rita stjórnarskrána, sneri Franklin sér að þeim, sem næstir honum voru, og benti á stól forseta, sem sól var máluð á, og mælti: „Á þessum þing- fundum okkar hefur mér orðið litið á þessa sól. Nú nýt ég ánægjunnar af því að vita, að þetta er rísandi en ekki hnígandi sól.“ „NÝ OG FULLKOMNARI ÚTGÁFA" Heilsu Franklins fór stöðugt hrak- andi, eftir að Stjórnarskrárþinginu lauk. Hann leið oft miklar þjáning- ar vegna blöðrusteinanna. En hon- um gafst samt tími til þess að styðja enn eitt málefni af ráðum og dáð. Hann tók við störfum forseta nefndar, er bar heitið „Félag Penn- sylvaníu til framgangs afnáms þrælahalds“. Félagið lagði bænar- skrá fyrir .fyrsta þióðþing Ameríku og hvatti til afnáms þrælahaldsins. James Jackson frá Georgíu snerist gegn þessari tillögu og bar fram þær röksemdir, sem brátt urðu allt of algengar, þ.e. að biblían legði bless- un sína yfir þrælahald og að negr- ar væru hamingjusamari sem þræl- ar en frjálsir menn. Þessar röksemdarfærslur urðu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.