Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 8
6
ÚRVAL
Hvers
vegna
nöldra
konur?
Auðvitað jagast þú
aldrei eða nöldrar, —
ekki fremur en ég! Það
er ævinlega einhver
annar sem stundar þá
iðju.
Þetta er þó mikilsvert
atriði. Hér er um að
ræða veikan blett hjá
okkur öllum. Við eigum
flest erfitt með að við-
urkenna nöldrið í sjálf-
um okkur, enda þótt við
séum mjög fljót að taka
eftir því sama hjá öðr-
um. Ástæðan liggur að
nokkru leyti í því, að
við erum slegin blindu,
þegar við erum í nöld-
urshamnum. Við erum
þá meira á valdi tilfinn-
inganna en skynsem-
innar, og sanngirnin í
garð annarra verður að
láta í minni pokann.
Hvernig stendur á
þessu? Stundum er
ástæðan vafalaust
þreyta — oftar andleg
en líkamleg. Stundum
er orsökin sú, að okkur
finnst réttlæti og sann-
girni misboðið, og það
vekur upp í okkur upp-
reisnaranda.
En þeir sem rísa til
andstöðu eru ekki vel
liðnir, og þess vegna
verðum við að loka aug-
unum fyrir því. En alla-
jafna reynum við samt
að stilla aðfinnslum
okkar í hóf, þótt það
gangi misjafnlega.
Það er sannarlega
nokkuð langt gengið, ef
maðurinn þinn reykir í
rúminu (eða finnur að
því við þig, ef þú gerir
það) eða ef hann kemur
seint heim í matinn á
hverju kvöldi (ellegar
er svo leiðinlega ná-
kvæmur að koma inn
úr dyrunum á slaginu
klukkan 15 mínútur yf-
ir sex á hverjum einasta
degi).
Það verður að teljast
eðlilegt, að stöku sinn-
um hlaupi í nöpina á
manni, en þó má spyrja:
„Hvers vegna geri ég
svona mikið veður út af
þessu núna, þar sem ég
hef látið það afskipta-
laust áður?“ Svarið
hlýtur að liggja í því,
að þér finnst eitt tæki-
færið ákjósanlegra til
nöldurs en annað.
Flestir eða allir þurfa
að létta á sér með því
að segja það, sem þeim
býr í brjósti, enda þótt
það komi illa við nær-
stadda. En það getur
munað miklu, hvaða
tími er valinn til þess
arna. Það er til dæmis
ekki sama, hvenær eig-
inkonan nöldrar í mann-
inum sínum. Stundum
geta áhrifin verið þver-
öfug við það, sem til er
ætlazt, — aukið hjá hon-
um sektarkennd. Það er