Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 74
72
TJRVAL
nautakjöti við eina klóna þegar hún rispar hörundið, gelur hún
haft mjög sterk eituráhrif. Gebel-Williams er reyndar bólusett-
ur í hvert sinn sem hann fær á sig hina smávægilegustu rispu,
en eigi að síður bafa Hringleikahús Ringling-bræðra, Barnum
og' Bailey líftryggt liann fyrir tvær milljónir dollara.
Hvarvetna þar sem Williams kemur með hringleikaflokki sín-
um, er fólki bent á hina háu tryggingarupphæð, og jafnframt
lögð á það álierzla að hann komi fram í fimm þáttum sama
kvöldið. Og sérhver þáttur vitnar um að Gebel-Williams er ein-
stæður í heimi hringleikahúsanna. Hann er 35 ára og varð allra
fjöllistamanna yngstur til að vinna Ernst Ranke-Plaskett verð-
launin (sem í hringleikahúsaheiminum eru sambærileg við Ósk-
arsverðlaun kvikmyndanna) og liann er cina stjarnan í sirkus-
heiminum, sem hefur unnið til þessara verðlauna þrisvar sinn-
um. Síðast vann liann þessi verðlaun 1968, og þá var það einmitt
fyrir vogarstangarstökk sitl af einu fílsbakinu yfir á annað.
Hann er fæddur sem Gunther Gebel í þorpinu Schweidnitz
sem er í Slésíu. sem lá á landamærum Þýzkalands og Póllands
fyrir síðari beimsstyrjöldina. Hann var átta ára, þegar móðir
hans tók hann með sér, er hún flýði undan framsókn sovézka
hersins. Þau fóru fótgangandi 500 mílur inn í Þýzkaland, og
hittu þá loks föður hans, sem bafði barizt með hersveit sinni á
vígstöðvunum í vestri. Loks sneru þau aftur lil Scliweidnitz,
móðir og sonur, en voru skömmu síðar aftur komin á flótta með
öðrum þýzkum ibúum þorpsins, en að þessu sinni var það und-
an ofsækjendum pólsku kommúnistastjórnarinnar. Þau fóru
aftur saman til Vestur-Þýzkalands. Dag einn, eflir að bring-
leikahús hafði sýnt í Múnchen, laumaði móðir Gunthers sér aft-
ur fyrir svið og varð sér Jiar úti um starf sem saumakona. Ilún
bætti starfinu eftir sex vikur, en Gunther var orðinn 12 ára og
liann liélt áfram að vinna í hringleikahúsinu.
Þetta var Williams-hringleikahúsið, kallað eftir enska hesta-
tamningamanninum sem stjórnaði sýningum. Þessi sirkus var
þá einn af þremur elztu og stærstu hringléikahúsum í Evrópu.
Williams-fjölskvldan, sem álti dóttur á aldur við Gunther,