Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 67
NÝTT VOPN í BARÁTTUNNI GEGN GLÆPUM
65
Þótt morðingjar hafi að vísu verið meginmarkmið þessa „vitn-
hafa meira en 10 önnur dagblöð tekið þetta upp eftir „News".
is“ (komizt hefur upp um 17 fram til þessa), þá hel'ur „leyui-
vitninu“ hjá „News“ lekizt að liafa uppi á eftirlýstum glæpa-
mönnum, bankaræningjum, göturæningjum og nauðgurum. —
Þólt lögreglan liafi í fyrstu litið þetta „leynivitni“ liornauga, þá
viðurkenna sérfræðingar hennar að þessi þjónusta við almenn-
ing hefur opnað alveg nýja vídd í baráttunni við glæpalýð í
Bandaríkjunum.
Skömmu eftir að Chism var dæmdur, barst til „News“ ljós-
mynd af horni uppljóstrunarbréfsins, þ. e. því horninu sem rif-
ið hafði verið af. Þrír sérstaklega valdir borgarar úr Detroit
komu sér saman um, að uinrætt bréfshorn kæmi alveg' heim og
saman við bréfið sem læst var inni í skjalaskáp Simmons, og
einbver, einlivers staðar, fékk senda 3000 dollara i reiðufé. Hver
uppljóstrarinn var, vita aðeins tveir menn. Hann sjálfur og
Boyd Simmons.
„Leynivitnið“ hóf sinn sérstæða feril í janúar 19(57, þegar rit-
stjóri „News“, Martin S. Hayden, kallaði Simmons inn á skrif-
stofu sína til að ræða við hann morðgátu. New York stúlka hafði
verið stungin til bana meðan 20 vitni horfðu á það sem fram
fór án þess að hreyfa hönd eða fót henni til hjálpar. „Alltof
margar morðgátur leysast aldrei,“ sagði Hayden, „og hvað næst-
um hverri einustu viðvíkur, þá veit einhver hver morðinginn
er. Það sem við verðum að gera, er að finna aðferð sem fær fólk
lil að koma með upplýsingarnar án þess að eiga befnd á hættu.“
Hayden var með sérstaka áætlun, og tveimur vikum síðar
skýrði hann hana í megindráttum yfir morgunverðarborði sem
hann sat að með stjórnendum Detroit-lögreglunnar. „News“
myndi koma á fót 100.000 dollara sjóði til að borga fyrir upp-
lýsingar er að haldi kæmu, og fengi hvert „leynivitni“ frá 1000
og' upp í 5000 dollara verðlaun, leiddu upplýsingar þeirra til
handtöku og dóms. Nafni vitnisins myndi haldið leyndu og upp-
lýsingarnar sem vitnið gæfi færu beina leið til lögreglunnar.
Lögregluforingjar voru á báðum áttum og þegar fyrstu tvö