Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 34
1
32
ÚRVAL
Hin eina stund í lífi Önnu, sem
var verulega dýrðleg, var sú, er hún
í júní 1533 var krýnd sem drottning
Englands.
Öll Lundúnaborg var þakin fánum
og blómum. Fólkið var ekki hlið-
hollt Önnu, en það sá ekki ástæðu
til annars en að halda krýningu
hennar hátíðlega, og það notaði
tækifærið til að dansa, eta og
drekka. Anna fór á fánum skrýdd-
um fljótabát upp Thamesána frá
Greenwich til Tower of London, þar
sem hún dvaldi um nóttina.
Næsta morgun var henni fylgt
með allri þeirri viðhöfn, sem þjóðin
átti framast völ á, gegnum Lundúna-
borg til Westminster, þar sem kór-
ónan skyldi sett á höfuð henni.
Strætin voru troðfull af forvitnum
og glensfullum áhorfendum. Það
glampaði á gull og skrautklæði
skrúðfylkingarinnar í júnísóiinni.
Anna sagði síðar svo frá, að borg-
in hefði svo sem tekið sér nógu vel,
enda þótt hún hefði fáa séð í mann-
fjöldanum, sem tóku ofan höfuðföt-
in. En hún huggaði sig við þá hugs-
un, að hún bæri í skauti sínu erf-
ingjann að hásæti Englands, barnið
sem Hinrik hafði þráð svo mjög,
sem mundi verða henni trygging
fyrir því, að staða hennar yrði raun-
verulega örugg, þrátt fyrir alla óvini
æðri sem lægri.
í september fæddist barnið. Það
var stúlka.
Enn einu sinni stúlkubarn.
Hinrik hafði heyrt kvalaóp konu
sinnar; hann hafði fundið sárt til
með henni í þjáningum hennar. En
svo hættu ópin, og þjónn kom til
að færa honum þær fréttir, að hann
hefði eignazt dóttur.
Hann þaut inn til Önnu, sem lá
örmagna, og tók að ámæla henni
fyrir, hvað hún hefði gert honum.
Hann vildi ekki líta á barnið. En
er hann komst að raun um að Anna
var einnig yfirkomin af harmi, rann
honum reiðin og hann faðmaði hana
að sér, og sór að hann skyldi aldrei
bregðast henni. Þetta barn Hinriks
og Önnu var Elísabeth — sem átti
eftir að verða hin mikla drottning
Elízabeth.
Með fæðingu þessa barns var öllu
í raun og veru lokið fyrir Önnu, svo
skömmu eftir hina dýrðlegu stund
hennar. Konungurinn var þegar far-
inn að gefa hirðmeyjum drottning-
arinnar full mikið auga.
Auk þess var nú margt, sem olli
konunginum áhyggjum. Vinslitin
við Rómversku kirkjuna urðu full-
komin. Páfinn hótaði að bannfæra
Hinrik, og konungurinn svaraði, að
Páfinn væri ekkert meira en biskup
Rómaborgar, og hefði engin völd
yfir Ensku kirkjunni.
Þetta leiddi til blóðsúthellinga í
Englandi. Konungurinn neyddist til
að senda á höggstokkinn suma hina
elztu og fyrrum trúverðugustu ráð-
gjafa sinna. Prestar, sem héldu
tryggð við Rómversku kirkjuna,
voru teknir af lífi.
Svo var það Katrín, gamla drottn-
ingin, sem lifði í þvingaðri einangr-
un sem Dowager prinsessa — en
þann titil hafði hún hlotið, er fyrri
maður hennar, Arthur, Prinsinn af
Wales, hafði dáið, og sem Hinrik
gaf henni aftur nauðugri, enda þótt
hún neitaði alltaf sjálf að leggja nið-