Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 96
94
ÚRVAL
ar í þessum fyrstu frumtilraunum
hans. í Öskubusku skynjaði Walt
til dæmis ljótu systurnar með aug-
um nútímamannsins, sem kemur
auga á það skringilega og hnyttilega
í hegðun manna. Horaða systirin var
að hamast við að lesa „Leyndar-
dóma fegurðarinnar", en sú feita lá
endilöng í hengirúmi og var að lesa
,,Megrunarmataræði“.
„Hann langaði aðeins til þess að
búa til teiknimyndasögur eftir æv-
intýrum. Þetta hefur alltaf verið
þannig," segir Nadine Missakian,
sem var þá ritari hans. „Hann hafði
metnað, viljaþrek og orku á við
milljón menn, en hann starfaði í
heimi ímyndunaraflsins, í sannkall-
aðri draumaveröld.“
Hann tryggði sér samband við
fyrirtæki í New York, sem átti að
leigja út myndir hans. Það átti að
borga honum 4000 dollara fyrir
hverja teiknisögu, en aðeins ef kvik-
myndirnar seldust vel á 6 mánaða
tímabili. Þar af leiðandi gat hann
ekki greitt starfsfólki sinu laun, og
smám saman yfirgaf það hann. Þeg-
ar komið var fram í júlímánuð árið
1923, skuldaði hann 43 lánadrottnum
samtals 12.900 dollara. Það var stöð-
ugur straumur opinberra embættis-
manna til skrifstofu hans, og hann
hafði ekki við að taka á móti stefn-
um fyrir vanskil.
TVEIR VINIR
Hláturmyndir hf. fóru á hausinn.
Disney var nú rekinn úr gistihúsinu,
sem hann hafði búið í, og varð að
sofa á gólfinu í skrifstofu sinni.
Einu sinni í viku fór hann á Union-
járnbrautarstöðina og leigði sér
klefa með baðkeri, handklæði og
sápu. Sá munaður kostaði hann 10
cent. Hann borðaði í veitingahúsinu
Forest Inn og lét skrifa hjá sér allar
máltíðir, þangað til Jerry Raggos,
eigandi veitingahússins, stöðvaði
þau lánsviðskipti. „Þú skuldar orð-
ið yfir 60 dollara,“ sagði hann við
Disney.
Walt heimsótti vinnustofu vinar
síns, sem var ljósmyndari. Hann var
þá einmitt að taka saman leifarnar
eftir máltíð. Á bekk nálægt hurð-
inni stóð opin baunadós með nokkr-
um slatta af baunum í, og þar voru
líka nokkrar þurrar brauðsneiðar.
Ljósmyndarinn leit upp og sá Walt
mæna á matinn. Skyndilega vissi
hann, hvers ungi teiknimyndateikn-
arinn þarfnaðist mest. „Gjörðu svo
vel, Walt,“ sagði hann bara.
Það var vinátta og tryggð Roys
bróður hans, sem hjálpaði Walt til
þess að gefa ekki allt á bátinn á
þessum erfiðu árum. Roy hafði ver-
ið í flotanum í heimsstyrjöldinni.
Síðan hafði hann fengið berkla og
hafði verið sendur í sjúkrahús fyrir
fyrrverandi sjóliða. Var það nálægt
Los Angeles. Roy fékk 80 dollara
örorkubótastyrk á mánuði. Og jafn-
an þegar Roy hafði ekki frétt neitt
af Walt bróður sínum um tíma,
skrifaði hann honum á þessa leið:
„Stráksi, mig grunar bara, að þú
hafir þörf fyrir dálítið af pening-
um.“ Með bréfinu lagði hann alltaf
óútfyllta ávísun, og átti Walt að
fylla hana út sjálfur. Réð hann upp-
hæðinni sjálfur, svo framarlega sem
hún færi ekki fram úr 30 dollurum.
En það var líka stöðug vinátta
fjölskyldu einnar, sem varð til þess,