Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 96

Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 96
94 ÚRVAL ar í þessum fyrstu frumtilraunum hans. í Öskubusku skynjaði Walt til dæmis ljótu systurnar með aug- um nútímamannsins, sem kemur auga á það skringilega og hnyttilega í hegðun manna. Horaða systirin var að hamast við að lesa „Leyndar- dóma fegurðarinnar", en sú feita lá endilöng í hengirúmi og var að lesa ,,Megrunarmataræði“. „Hann langaði aðeins til þess að búa til teiknimyndasögur eftir æv- intýrum. Þetta hefur alltaf verið þannig," segir Nadine Missakian, sem var þá ritari hans. „Hann hafði metnað, viljaþrek og orku á við milljón menn, en hann starfaði í heimi ímyndunaraflsins, í sannkall- aðri draumaveröld.“ Hann tryggði sér samband við fyrirtæki í New York, sem átti að leigja út myndir hans. Það átti að borga honum 4000 dollara fyrir hverja teiknisögu, en aðeins ef kvik- myndirnar seldust vel á 6 mánaða tímabili. Þar af leiðandi gat hann ekki greitt starfsfólki sinu laun, og smám saman yfirgaf það hann. Þeg- ar komið var fram í júlímánuð árið 1923, skuldaði hann 43 lánadrottnum samtals 12.900 dollara. Það var stöð- ugur straumur opinberra embættis- manna til skrifstofu hans, og hann hafði ekki við að taka á móti stefn- um fyrir vanskil. TVEIR VINIR Hláturmyndir hf. fóru á hausinn. Disney var nú rekinn úr gistihúsinu, sem hann hafði búið í, og varð að sofa á gólfinu í skrifstofu sinni. Einu sinni í viku fór hann á Union- járnbrautarstöðina og leigði sér klefa með baðkeri, handklæði og sápu. Sá munaður kostaði hann 10 cent. Hann borðaði í veitingahúsinu Forest Inn og lét skrifa hjá sér allar máltíðir, þangað til Jerry Raggos, eigandi veitingahússins, stöðvaði þau lánsviðskipti. „Þú skuldar orð- ið yfir 60 dollara,“ sagði hann við Disney. Walt heimsótti vinnustofu vinar síns, sem var ljósmyndari. Hann var þá einmitt að taka saman leifarnar eftir máltíð. Á bekk nálægt hurð- inni stóð opin baunadós með nokkr- um slatta af baunum í, og þar voru líka nokkrar þurrar brauðsneiðar. Ljósmyndarinn leit upp og sá Walt mæna á matinn. Skyndilega vissi hann, hvers ungi teiknimyndateikn- arinn þarfnaðist mest. „Gjörðu svo vel, Walt,“ sagði hann bara. Það var vinátta og tryggð Roys bróður hans, sem hjálpaði Walt til þess að gefa ekki allt á bátinn á þessum erfiðu árum. Roy hafði ver- ið í flotanum í heimsstyrjöldinni. Síðan hafði hann fengið berkla og hafði verið sendur í sjúkrahús fyrir fyrrverandi sjóliða. Var það nálægt Los Angeles. Roy fékk 80 dollara örorkubótastyrk á mánuði. Og jafn- an þegar Roy hafði ekki frétt neitt af Walt bróður sínum um tíma, skrifaði hann honum á þessa leið: „Stráksi, mig grunar bara, að þú hafir þörf fyrir dálítið af pening- um.“ Með bréfinu lagði hann alltaf óútfyllta ávísun, og átti Walt að fylla hana út sjálfur. Réð hann upp- hæðinni sjálfur, svo framarlega sem hún færi ekki fram úr 30 dollurum. En það var líka stöðug vinátta fjölskyldu einnar, sem varð til þess,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.