Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 32
30
ÚRVAL
komið svar við þessu hispurslausa
bréfi mínu, svo að ég geti vitað hvers
ég megi vænta og að hve miklu leyti.
Ef þér óskið ekki að svara skriflega,
látið mig þá vita um einhvern stað,
þar sem ég fái það munnlega, og ég
mun koma þangað af öllu hjarta.
Og svo ekki meira, annars þreyti
ég yður.
Ritað með hendi hans, sem fús-
lega vildi ávallt vera yðar.
H. Rex“ (Hinrik konungur).
Þetta voru sæmilega ljós tilmæli.
En þau nægðu samt ekki Önnu. Hún
vildi ekki eiga hann í félagi við
drottninguna, jafnvel þótt afsett
væri. Hún vildi ná því sæti sjálf.
Hún svaraði honum á þá lund, að
hún gæti haldið honum og jafnframt
hvatt hann til dáða. Hún skrifaði
honum að hún elskaði hann og vildi
verða hans, en ekki fyrr en hann
hefði gert það upp við sig að slíta
hjónabandinu við Katrínu. Með
bréfinu sendi hún dýrmæta gjöf,
tákn ástar sinnar.
Svar Hinriks er ein hinna mark-
verðustu konunglegu ástarjátninga,
sem hversdagslegum augum hefur
nokkru sinni gefizt kostur á að lesa.
í því eru konungurinn og elskand-
inn, hinn tigni maður og feiminn
drengurinn skemmtilega sameinað-
ir. Fyrst lætur hann í ljós viður-
kenningu sína og þakklæti fyrir
gjöfina:
„Fyrir svo dýrmæta gjöf, að ekk-
ert gat verið dýrmætara (þegar lit-
ið er á hana í heild), sendi yður
mínar hjartanlegustu þakkir, ekki
aðeins vegna hins verðmæta dem-
ants og skipsins, sem hin einmana
mær sveiflast í, heldur fyrst og
fremst fyrir hina fögru játningu og
auðmjúku undirgefni, sem þér haf-
ið veitt mér af góðvild yðar.
Ég býst við að mér veittist erfitt
að finna ráð til þess að verðskulda
þetta, ef ég nyti ekki aðstoðar yðar
miklu mannúðar og góðvilja, sem ég
hefi leitazt við, og mun nú og ævin-
lega leitast við að varðveita mér til
handa í allri minni þjónustu við yð-
ur.
Lýsingarnar á ást yðar eru slíkar,
hinar fögru hugsanir í bréfi yðar
svo innilega orðaðar, að þær knýja
mig til að virða yður, elska og þjóna
af einlægni til æviloka, og ég bið
yður innilega að halda áfram á sama
hátt staðfastlega og stöðuglega, og
fullvissa yður um að ég mun að
mínu leyti ekki aðeins endurgjalda
yður á verðugan hátt, heldur fara
fram úr því í trygglyndi hjartans,
sé það mögulegt.
Ég óska einnig, að hafi ég ein-
hvern tíma hingað til móðgað yður
á nokkurn hátt, þá veitið þér mér
sömu syndakvittun og þér biðjið um,
og fullvissa yður um, að upp frá
þessu skal hjarta mitt vera helgað
yður einni; ég vildi óska að líkami
minn verði það einnig; guð getur
látið það verða, ef honum þóknast,
og ég bið hann þess á hverjum degi,
í þeirri von, að bænir mínar verði
að lokum heyrðar.
Ég vona að það líði ekki á löngu,
en mér mun finnast tíminn lengi að
líða þar til við sjáumst næst.
Ritað með hendi þess manns, sem
af hjarta, líkama og vilja er
Yðar einlægur og mjög trúr þjónn,
H. Rex“.
Og í undirskriftinni, milli ,,H“