Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 39
VIÐ GETUM EKKI LÁTIÐ HANN DEYJA
37
úr sjónum, þannig að liinar uppleystu köfnunarefnisbólur fái
tækifæri til þess að komast úr blóði lians í gegnum lungun. En
skjóti honum of fljótt upp á yfirborðið, myndar köfnunarefnið
milljónir loftbóla í æðum hans. Þær geta runnið sarnan og
myndað „loftblóðtappa“, sem loka fyrir hringrás súrefnisins um
líkamann og geta þannig valdið varanlegri lömun eða kvala-
fullum dauða. Uli gerði sér góða grein fvrir þessu fyrirhrig'ði,
sem kafarar kalla „köfunarkrampa". En hann hafði engar
áhyggjur af þessu. Hann vissi nákvæmlega, hversu hratt hann
átti að fara upp á yfirborðið.
Föstudaginn 22. ágúst var Uli staddur á klettasyllu einni 110
l'et niðri í sjónum og var að skutla fisk. Loftmælir hans sýndi,
að súrefnisgeymarnir voru enn tæplega hálfir. En skvndilega
varð hann var við, að hann tók andköf og ætlaði ekki að ná
andanum. Uli losaði loftmælinn og sló honum við blýið í belli
sínu. Síðan skrúfaði hann mælinn aftur á súrefnisgeyminn. Og
honum til mikillar skelfingar féll nálin strax niður í núll. Hann
hafði næg'ilegar lol'thirgðir í 5 mínútur ennþá í allra mesta lagi
í stað 14 mínútna hirgða, sem hann þurí'ti til afþrýstings á leið-
inni upp frá svona miklu dýpi. Uli missti ekki stjórn á sér, lield-
ur hélt hann af stað upp til yfirborðsins eins bægt og loftbirgð-
irnar framast leyfðu.
„KAFARAFLÆR“
Uli nefndi ekki óhapp þetta á nafn við Tonino, þegar hann
fór úr kafarahúningnum í bátnum. En Tonino var þá i bátnum
með honum. En svo fékk liann skyndilega óskaplegan maga-
krampa, er hann sal í bátnum og lét sójina verma sig. Með hend-
ingum tókst honum að gera Tonino skiljanlegt, hvað gerzt hafði.
Tonino var Napolihúi, og hann hafði eitt sinn séð kórallaveiði-
mann deyja úr köfunarkrampa. Því vissi hann, að eini mögu-
leikinn á því að bjarga lífi Ula væri sá, að koma honum aftur
niður í sjóinn lil þess að afþrýstast þar. Hann grei]) annað köf-
unarlunga, sem var í bátnum, og festi það á bakið á Ula. Síðan
setli liann á sig köfunarlungað sitt. ()g svo köstuðu þeir sér í