Úrval - 01.12.1971, Blaðsíða 12
10
ÚRVAL
ið sér sarnan um, sé þörfin á að viðhalda kynaðgreiningarkerfi
þvi, sem fjötrar konuna sem annars flokks borgara og krefst
þess, að líf hennar snúist um þjónustu við karlmennina.
Kynferðisstefna eða kynaðgreiningarstefna er það kerfi, sem
greinir á milli ævihlutverka eftir kyni, úthlutar karlmönnum
vfirstjórnina á sviði stjórnar ríkisins, iðnaðar, vísinda og lista,
og konum ldulverk húsmóður, barnfóstru og leikfangs. Konur
eru jafnvel einnig fjötraðar í sama kerfi, þegar þær starfa utan
heimilisins, þ. e. sem ritarar, sem gegna eins konar húsmóður-
starfi fyrir karlforstjóra, sem kennslukonur, er kenna hörnum,
eða sem flugfreyjur, er starfa sem eins konar kyntöfratákn í
flugvélum.
Það er þetla kerfi, sem kvenréttindahreyfingin leitast við að
eyðileggja. Að undanskildum mismunandi hlutverkum, sem
karlar og konur gegna við getnað og fæðingu barna, álitum við
kvenréttindakonurnar, að j)að séu engin hlutverk hér í lífi, sem
eigi að fela körlum einum eða konum einum.
Kvenréttindakonur eru ekki á móti því, að liinar einstöku
konur velji sér ævistarf sem húsmæður. Við erum á móti „hús-
móðurkerfinu“, sem skipar svo fyrir um, að það sé „eðlilegt“
og gott fyrir konuna, hversu miklir sem hæfileikar hennar og
hver sem áhugamál hennar eru, að fórna áhugamálum sínum
og löngun til þess að komast langt áleiðis á sínu óskasviði fyrir
það hlutverk að skapa heimili og halda því i horfinu. Konur eru
mjög ólíkar sem einstaklingar. Það er engu hyggilegra að l)úast
við því, að allar konur yrðu ánægðar með sama ævistarfið, og
að búast við því, að öllum mönnum þætti gaman að vera tré-
smiður.
En samt hefur okkur verið kennl hið þveröfuga. Við höfum
lært, að það að vera ákveðinn og sjálfsöruggur, áræðinn, ævin-
týragjarn og sjálfstæður sé hið sama og að vera karlmannlegur,
og það að vera óvirkur, órökvís, uppburðarlítill, óöruggur og
eftirgefanlegur sé hið sama og að vera kvenlegur, en þessir síð-
arnefndu eiginleikar hafa um aldaraðir verið tengdir undirok-
uðum þjóðum.